ég veit, ég veit. hef verið ekkert smá löt að skrifa....
Jói bauð mér á Ask steikhús í hádeginu í gær, mmm hvað það er góður matur þar. EFtir að við tróðum okkur út af súpu, saltati kjúlla og svíni var farinn þessi venjulegi bílasölurúntur sem endaði á því að ég plataði Jóa á smáhundasýningu í Garðheimum :))))
En í gærkvöldi var haldin árleg árshátíð Pítunnar....
Byrjuðum við á að fara til Sollu í fordrykk (sem var auðvitað bjór á íslenska vísu) og upp úr 8 var svo haldið niðrá Kaffi Viktor þar sem ætlunin var að hitta hina sem komu ekki til sollu áður en haldið var á Tapas.... Á tapas var andrúmsloftið skemmtilegt og mikið drukkið og hlegið... :) Maturinn var nú svosem allt í lagi en mikið af hrámeti og alls ekkert mikið af mat samt í heildina... Ýmsir fóru með vinning heim úr leikjum og happdrætti. Auðvitað vann ég ekki neitt :( búhú...
Farið var meðal annars í limbó... Jiminn. hvað það eru mörg ár síðan ég tók þátt í voleiðis. var samt alveg voða góð!! :) var 6. síðasta til að detta út... og það var svona á milli 20-30 sem tóku þátt!! :) *Ragna hneigir sig fyrir trylltum múgnum sem fagnar* Gat ekki "limbóast" undir hæð sem var undir mitti... :) Eftir mat og söng lá leið okkar á Gaukinn þar sem við fengum kostakjör inn og dönsuðum hress únd kát til 5 um morguninn við undirleik Skímó.. :) Var þarna í algjörum Eyja 2003 fíling enda hefur prógrammið lítið breyst síðan þá hjá þeim :)
Þegar allir voru komnir með leið á "ertu þá farin" ákváðum við að fara. Beina leið á Celtic Cross. Mikið djöfull var kalt að labba þangað! Alls ekkert göngutúraveður! Svo dönsuðum við smá þar, við undirleik Bubbalaga sem trúbadorarnir voru alveg með á hreinu og svo endaði það eins og alltaf.... Þeir hættu að spila og við ákváðum að hverfa á braut áður en okkur yrði hent út.
þegar við vorum orðin alveg uppiskroppa með að komast einhversstaðar inn bauð ég öllum í smá eftirpartý til mín... Já ég veit :) reyyyyndar var Jói frændi í heimsókn og lét ég hann þó vita áður en við komum að við ætluðum að kíkja svoað hann gat flúið inn í herbergið hans Þráins :) hehe
Við tóku lítil rólegheit (grey Jói) Enda var farið í þann alls svæsnasta fatapóker sem sögur fara af og verða engin orð höfð um hann hérna!!! En mikið verður gaman að horfa framan í vinnufélagana á morgun :/!!!!!
Um 8 skreyddust svo allir heim á leið og ég klifraði upp í rúm og sofnaði á mínu græna.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)