mánudagur, 1. mars 2004

Þorrablótsferð 4x3 á flugi helgina 27.-29. febrúar 2004!!!

Eins og ég sagði síðast var ég búin að finna mér far... loksins. Og fór með Dóra á ofur-willy's. Byrjað var að hittast á kaffihúsinu til að snæða síðustu kvöldmáltíðina fyrir ferð. Svo var brunað af stað inn í Hóla á 7 bílum um 9 leitið. Reyndar kom Oddi eitthvað síðar því að hann tafðist í byggð við leikmunagerð fyrir skemmtiatriðin kvöldið eftir. Ferðin upp úr gekk alveg mjög vel enda var færið fólksbílafært. Þessi smá snjór sem var var algert harðfenni og smá klaki var á veginum. Þegar stoppað var við Búland til að tappa úr þjóðvegaloftinu tóku nokkrir farþegar upp bjór kepptu í bjórleikni farþega. Sem gengur út á það að bílstjórinn keyrir eins og vitlaus maður og farþegarninr reyna að halda bjórnum í dósinni/flöskunni. Þegar komið var í kofann þótti nokkrum bílstjórum farþegarnir hafa pakkað allt of miklu niður og var farangurinn að þyngja bílinn svo rosalega að draslinu var hent inn í kofa og brunað svo inn í Eldgjá til að athuga statusinn þar. Lítið mál var að fara þar upp svo að við kíktum inn að Langasjósskilti. Dóri ákvað þar að prufa kraftinn í willis og brunaði upp háa brekku sem endaði með smá stalli. Hoppuðum við þar glæsilega upp á nema hvað, að það drapst á bílnum og hann hékk því þarna, fram á brúninni í harðfenni og fyrir framan okkur voru klakabunkar og leiðin niður var löng og brött og þar að auki var niðamyrkur. Kallaði því dóri í dyrasímann í strákana að koma með spotta strax og binda í okkur þar sem að bíllinn var að hreyfast niður á við og þangað vildum við ekki fara. Komu þeir eins og skot og bundu Gauja í okkur sem kippti í okkur. En það fór svo þannig að þegar hann kippti okkur af stað lenti hann í klaka og við sigum aðeins á afturá bak í staðinn. Vont að hafa grey Gauja bundinn við okkur ef við húrruðum fram af og var Jósi settur fyrir framan Gauja og bundinn við hann. Svo var okkur kippt þaðan af brúninni upp á slétt land. Hjartað sló aaaðein þarna... En alveg þolanlega þó :) Var ekkert stressuð fyrr en Siggi Gýmir kom og spurði hvort að það ætti ekki að reyna að læða mér út úr bílnum og vá hvað maðurinn sem var orðinn frekar blekaður var grafalvarlegur! :) Ég fór samt ekki úr bílnum, bara sat og þorði ekki að hreyfa mi.
Snerum við svo heim og var kofinn kynntu all hressilega og tók Gaui upp gítarinn. Hann hafði frétt það í vikunni áður að þar sem að það vantaði Einsa þá náttla vantaði gítarleikara og hann eyddi semsagt vikunni áður í gítaræfingar, Sæunni til mikillar skemmtunar. :) Hann stóð sig samt með prýði drengurinn og var búinn að útbúa forláta söngbók sem innihélt öll nauðsynlegustu lögin. Fólk týndist svo í bælin um hálf 2. Og svo eyddu Ragna (eins og alltaf) 2 tímum í að koma hita í tærnar á sér. Ég held að svefnpokar séu framleiddir til þess að láta mann krókna á tánum. Og svo er það sannað að maður sofnar ekki þegar manni er kalt á tánum! þetta er því lítill "svefn"poki. :) Rææææs var rúmlega 8 og var morgunverður snæddur, hoppað út í bíl og ákveðið að reyna við Landmannalaugar!! Jibbí. ég hef ekki farið þangað í möööörg ár... Og stefnir er ekki enn búinn að fara með mig þangað. :) ætlaði aldeilis að stinga tánum ofan í laugarnar þessa helgi.
Eitthvað voru árnar að stríða okkur, því að miklar ísskarir voru og falskir bakkar sumsstaðar. Festu því bílar sig í gríð og erg upp á endann ofan í lækjarsprænu einni þarna sem endaði með affelgun á einum cruiser (Ingi Már). Hef nú ekki séð jafn illan mann lengi :)))
Klukkan tifaði og áttu Jeppaleikarnir að hefjast kl 6 niðrí kofa. Því var ákveðið að reyna ekki frekar við Laugarnar :( (fer bara síðar) og stoppa þvínæst í Glaðheimum og hafa hádegismat. Þar varð Dóri að skella sér í umfelgun því að rifa hafðist opnast á dekki hjá honum og stækkaði og stækkaði þó svo að það var búið að skella nokkrum töppum þarna í. Lukkan salómon fyrir Gauja því að hann geymdi varadekk á pallinum sem við gátum fengið.

Ákveðið var að fara svo inn á Faxasundsleið frá Glaðheimum og sá maður Brodda á kettinum skjótast hingað og þangað við sjóndeildarhringinn að þræða snó til að komast leiðar sinnar, hann var einmitt ekki allsstaðar þó svo að það eigi nú að vera hávetur á miðhálendinu :) Í einhverju gili, rétt áður en komið er inn að Faxasundsleið stoppuðu svo allir eitthvað til að leika sér.... ÉG og Dóri lölluðum bara áfram, þessir andarungar hlytu nú að koma eftir smá stund, en svo leið og beið og þeir voru ekkert ða koma.... snérum því við og sáum Odda liggja hálfan á hliðinni. Þá hafði gert þvílíkt sólskin allt í einu og Oddi elti bílaröðina eins og gengur og gerist, en fór kannski alveg í hjólför hinna á undan, sá svo ekki einhvern skorning þarna hægra megin hliðina á sér vegna snjóblindu og lagðist þangað alveg á hliðina... :/ Við samt misstum af þeirri sjón því að það var búið að draga hann af hliðinni, en hallaðist þó ennþá talsvert (sjáið myndirnar). Þegar allir voru komnir á réttan kjöl var haldið af stað niðrúr enda átti snjóþotukeppnin að hefjast innan stundar.
Í brekkunna þegar komið er af Hörðubreiðarhálsi var dregið upp alskonar tæki og tól til þess að renna sér niður og haldin var rosa keppni með tímatöku. Allir byrjuðu á sama stað og renndu sér einn og einn í einu og urðu að hitta í endamark sem var tiltölulega neðar. Ef keppandi hitti ekki í endamarkið eða dreif ekki alla leið varð hann að hlaupa í mark :) Það gat verið ansi skemmtilegt að sjá þar sem keppendur voru sumir hverjir í sundbol, hawaibúning eða hlífðarbúning.. :) Þegar búið var að útlista sigurvera fóru Dóri og Oddi eina ferð saman niður þar sem að þeir voru nú aðal hausarnir í félaginu og ferðinni. Jeppaleikarnir áttu svo að hefjast um 6 og var klukkan þarna rétt að skríða í 5. Ákveðið var bara að dóla sér niðrí kofa og jafnvel kíkja inn að Ófærufossi og taka myndur af honum í sólarlaginu ef einhver hefði áhuga. Þegar við vorum alveg að komast í Eldgjá heyrðist kallað í talstöðina að Stjáni hafði verið að velta! Þegar fyrstu menn komu á staðinn var þetta svo nýskeð að þeir voru ennþá að skríða úr bílnum. Svona 2 mín til eða frá höfðu ráðið þessum atburði. Hefðum við komið aðeins fyrr hefði hann ekkert verið að fara upp Eldgjána, en maður veit aldrei... Bíllinn var gjörónýtur og dót og glerbrot út um allt eftir þessar 2 veltur niður brekkuna eftir að hafa lent á klakabunka efst í brekkunni og misst hann á hlið og svo... .rúllað stystu leið niður. Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega en Guðni greyið skarst þó aðeins í kringum annað augað og greynilega fengið ágætt högg á þann stað í leiðinni. Fínt var þarna að hafa 3 sjúkrabílsstjóra og heila björgunarsveit sem gat reddað málunum. Þegar lagt var af stað með Guðna niðrí byggð til læknis þar sem augljóst var að hann þyrfti undir saumavélina var tekist handa við að koma bílnum á 4 hjól aftur og í gang ef hægt var. Reyndar var olía inn á vélinni en þeir hreinsuðu hana út (Svo kom í ljós að það hafði verið olía inn á túrbínunni sem bíllinn svo gleypti þegar hann fór að ganga) Kvenmenn og aðrir gagnlausir fóru samt niðrí kofa þegar verið var að bardúsast við bílinn og fóru að huga að matnum. Jeppaleikarnir féllu niður og allir misstu af sólarlagi við Ófærufoss. Í kofanum var tekist handa við stórát og drykkju eins og stefnt hafði verið að en Stjáni fór niðrað Búllandi á bílnum og þar kom pápi og mútta að sækja hann hann á bílakerruna. Annállinn í boði nefndar (örugglega mestmegnis Dóra þó) var góður sem áður og voru margir sæmdir verðlaunum og viðurkenningum. ég fékk þó enga, ég er samt alveg viss um að ég er besti farþeginn :) Allavegana ekkert bílhrædd. Einsi er löngu búinn að klára þá sem var eftir, þá meina ég að pabbi er nú ekki mesti sunnudagsbílsstjóri á suðurlandinu og er ég ekkert alin upp við óveðurshræðslu og þjóðvegi, er semsagt bílvön. :)
Lítið af markverðu gerðist svo eftir það nema að Jóhanna gerðist voða þreytt og eftir langan tíma tókst mér að svæfa nýja starfsmanninn :) Eitthvað farin að fipast bogalistin við að svæfa :)))) Gekk VOÐA illa
Ragna var samt í góðum fíling framan af en þegar klukkan sló 2 og ragna sá fram á að ekkert meira merkilegt myndi gerast nema fyllerísbull og taut fór hún bara að sofa og var heitt á tánum!!! . Fékk samt ekki að sofa lengi, allt í einu hristist rúmið eitthvað furðilega... Og í þetta skipti var það enginn jarðskjálfti, enn næstum jafn ótrúlegt. Jón Hilmar, Tobbi og Þormar höfðu komið uppúr á LANCER!!!!! ég ætlaði ekki að trúa honum fyrr en hann kom með frontinn út bílnum sínum svo að ég tryði honum. :) O jú, þetta var rockford frontur
Ræs var ekki svo snemma og einhverjir höfuðverkir voru á kreik... Þegar allir voru komnir á fætur fórum við inn að Ófærufossi og sópuðum upp glerbrotin (eða einhverjir allavegana.. :) ) og héldu svo 5 bílar inn á Axlir smá rúnt og svo niðri kofa þar sem hófust skúringar og uppvask með eldgamla mátanum, sækja vatn í lækinn og hita svo. Svo var haldið heim eftir frábæra og viðburðarríka helgi með bros á vör :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig