fimmtudagur, 11. mars 2004

Jæja...
Haldiði ekki bara að gula fíflið sé að gægjast hérna framundan skýjunum, ég hvet þess vegna alla þá sem verða vitni að þessum furðulega og sjaldgæfa atburði að fara út og láta skína smá á sig.

íslendingar búa nú þegar við skorti af sólarljósi (eiginlega allan ársins hring) og þess vegna verðum við að fara út í sólina þegar hún kemur á annað borð.

Við þurftum D-vítamín!! sem við líkaminn(húðin þá aðallega) framleiðir við sólarljós og síðast en ekki síst eykst framleiðsla dópamíns sem lætur manni líða vel. Enda ekki skrítið hvers vegna 90% íslendinga eru þunglyndir 9 mánuði á ári.....
ÞAÐ ER ENGIN SÓL!!!!!

En svona vel á minnst.....
Hvað er ég þá að gera inni núna?!
Er farin út að líta á þennan sjaldgæfa atburð.
Bless kex og ekkert rex, við sjáumst svo hress á nýju ári, megi guð geyma ykkur, góða helgi, góða nótt, gleðileg jól og allt það...
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig