miðvikudagur, 10. mars 2004

Jæja, Þessi Ragna getur aldrei verið á réttum stað.
Fékk útkall rauður kl 04,20 á aðfaranótt þriðjudags um að bátur væri að fara upp í Skarðsfjöru, mikið langaði mig til að rjúka í víkina.
Pabbi kom svo í bæinn og bauð mér og þráni út að borða á Stælinn þar sem smá misskilningur var. Þráinn pantaði fyrir mig Kjúklingabringur í staðinn fyrir kjúklingaborgara.... smsið með skilaboðunum "ég vil fá kjúklingab. franskar og gos" gat víst þýtt bæði.
Einhvernveginn atvikaðist það svo í framhaldi af matnum að ég fór með Jóni og Tobba í smá ferðalag. Eða alla leiðina á klaustur að sækja eitthvað mótorhjól og auðvitað kíktum við niðrí fjöru að skoða bátinn sem var þarna í flæðarmálinu.
Kom svo heim með þeim aftur rétt eftir 1. Hvernig væri að drífa sig aftur í kvöld og sjá þegar því verður bjargað! :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig