sunnudagur, 7. mars 2004

Halelúja... rétt rúmur 1 tími eftir af "Eyða ekki neinu" helginni minni. :) og ekki búin að eyða krónu! :)
Eftir vinnuna í dag gerði ég vísindalega talningu á brunasárum því þar sem Ragna hefur stundum verið kölluð Brussu Björg kom það henni ekkert á óvart að finna 8 brunasár og í 3 þeirra myndarlegar blöðrur. Það er nú svosem ekkert merkilegt en það að hafa 2 brunasár á sköflungnum eftir 400 gráða grill staðsett uppi á borði í mittishæð ( held að ég sleppi við blöðrur þar :) ) Það er merkilegt hvernig maður getur brennt sig þar!! hehe! Það eru séraðferðir notaðar á Pítunni við að steikja hamborgara skal ég segja ykkur :)
Mikið gott verður að komast í sturtu núna eftir smá stund. Var samt frekar svekkt áðan, 2 af stelpunum sem voru að vinna með mér hringdu í kærastana og létu þá renna í bað fyrir sig. Ég skal sko geta gert það einhverntíman :) Eiga kærasta og íbúð með baði. Nú á ég hvorugt :) svo að það getur ekki versnað! hehe
Anyway
góða nótt allir saman og C ya soon
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig