mánudagur, 29. mars 2004

Helgin....

Var ekkert að flýta mér austur þar sem ekkert lá á. Mamma var samt í bænum og ákvað ég að flýta för minni aðeins af stað til að ná henni í litlu kaffistofunni til að fá pjéning fyrir bensíni svo að ég myndi ekki verða bensínlaus á leiðinni vegna fátæktar ungs iðjusams námsmanns :) Stoppaði ég svo í Vera-Hvergi og tók bensín ... ;) náði svo kellu á endanum og varð svo um 30 mín á undan henni til Víkur. Ég keyrði samt EKKI hratt!!! :) Sollu Davíðs fannst það samt eitthvað þegar ég reyndi að fara fram úr henni og lentum við í smá kappakstri þarna, en auðvitað vann Trausti, enda ekki vanur að lúffa þegar ég er undir stýri.
Flöskudagurinn var as usual án nokkurrar tilbreytni. Fór á hljómsveitaræfingu, í heimsókn til Guðrúnar og svo heim að sofa.
Varð að fara að sofa snemma enda var körfubolti allan daginn eftir og þurfti mar að safna kröftum til að hvetja strákana :)

Um Morguninn á laugardaginn nennti ég svo ekkert út í íþróttahús :) langaði gífurlega upp á jökul en enginn vildi taka mi með :( í eirðarleysi mínu og niðurdregni rúntaði ég bala í hringi þangað til að ég var komin út á sand... Tók þar þá gífurlegu ákvörðun að ég ætti ekki að láta aðra stoppa mig í að geta gert eitthvað og labbaði því upp á Hjörleifshöfða í góða veðrinu. Já, alein :) var gaman og brjálað útsýni!
Reyndar var þessi "fjallganga" mín aðeins of fljótt ákveðin enda var ég í hvítum kvartbuxum og hálfgerðum söndulum. Var öll rykug og drulluskítug þegar ég kom niður, því að í hvert skipti sem ég steig niður löpp myndaðist stórt moldarský undan ilinni :) Þvílík bjartsýni yfir höfuð að Ragna geti átt ljósar buxur! :)

Þegar ég var komin heim eftir úrsýnisferðina var ekkert annað í boði nema að fara í sturtu og skola brúnkunni af mér (skítnum).... Fékk ég lítinn frið þar, því að Fúsi og Fríða komu von bráðar og drógu mig á körfuboltaleik. og ég hálf nakin. rétt tókst að klæða mig í buxurnar áður en mér var vippað út!
Drangur vann síðan leikinn. auðvitað :)

Planið var þegar ég fór austur að detta í það... en það endaði ekki þannig svo að ég var bara driver. 1 bjór var það eina sem ég afrekaði um helgina. og hana nú! Alki hvað?!

Lenti í nokkrum skemmtilegum atvikum á barnum sem verða ekki talin upp hér en margar sögur fengu að fljúga og á tímapunkti mátti sjá hnefa á lofti ásamt borðum á flegi ferð. Enginn stórslasaður var þó eftir þau átök.


Sunnudagurinn var helgaður körfubolta, hljómsveitaræfingu, tannlæknapínu og körfubolta. Inn á dagskrá sunnudagsins hafði samt verið Aðalfundur- Bjsv Víkverja kl 20.30 en honum var frestað vegna góðrar frammistöðu körfuboltaliðsins okkar, Drangs sem vann 2. deild í körfubolta!!!
Til hamingju strákar
Verður nú ekkert mál fyrir þá að vinna 1. deild á næsta ári miðað við þessa frammistöðu núna :))

Var komin heim um hálf 11 og hófst þá stærðfræðipróflesturinn mikli.is :(((


Lítið slakað á.

þangað til næst :)

bæbbz

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig