mánudagur, 10. nóvember 2003

vá, ég gerði eiginlega svoldið mikið þessa helgina. ákvað semsagt að fara í sveitina í útlegð og læra... fór nú ekki alveg þannig en ég las samt alveg helling!
á föstudagskvöldinu stoppaði ég í vík og fór á hljómsveitaræfingu... voða voða gaman, getum nú spilað born to be wild skammarlaust... :) Svo komu kallarnir ´´ur granít (eða einhverjir þeirra) og spurðu okkur hvort að við værum ekki til að spila í hléinu hjá þeim á balli (árshátíð stangveiðifélagsins) þann 22. nóvember. júhú, audda sögðum við já! vona að einhver dansi.... :/
brunaði svo balasta beint austur um hálf 9 í sveitina og eyddi kvöldinu bara þar.
á laugardaginn var jón búinn að LOFA að vekja mig kl 9 svo að ég gæti farið að skrúfa í bílnum hans. ehhhh, hann stóð nú ekki við það :) svo að ég svaf bara lengur... :p kíkti við þarna að Eystra-Hrauni eftir æsispennandi kappakstur við Brodda (hann vann ;(... ) þar voru Gulli og Tobbi líka að gera við bjsv Patrol-inn... ég fékk ekkert að skrúfa... :( uhu! Gulli skrapp upp á klaustur til að fara með hjólið hans Atla þangað og ég ætlaði svo að fara að sækja hann... Hann var alveg óvenjulengi á leiðinni þangað en svo fattaði ég.. "ahh ,ég get nú verið bjartsýn að hann fari BEINA leið þangað" og gaf honum því smá tíma-séns, þegar Gulli hringdi ákvað ég að bruna upp á klaustur og ´jón fékk að fljóta með þar sem að hann vantaði frostlög á bílinn. Gulli hringir svo á miðri leið. hey! þar sem að þú ert svo ræðin... værirðu ekki til í að taka með Stelpu sem ég hérna á klaustri með út að Hrauni? hún er dóttir byggingarverkfræðingsins á klaustri og vill fá að kynnast krökkunum... jújú ekkert mál! komst síðan að því að hún er í MH eins og ég og vissi allan fjandann um mig. ég kannaðist samt EKKERT við hana!!!! ótrúlega SCARY! Þarna héld ég að ég væri búinn að finna konUNA fyrir Gulla... hann tók samt ekkert undir það... :) Hann um það.... Alltaf þurfa þeir einhleypu að finna einhverja fyrir hina einhleypu. hjehje. Þegar mér og Hildi (stelpunni sem kom með okkur niðreftir) var farið að leiðast verulega fórum við bara heim.
Þegar ég kom heim til ömmu og afa voru þau að gera sig fín fyrir Villibráðarkveld sem þau voru að fara á seinna um kvöldið. ég varð semsagt munaðarlaus þarna þegar þau fóru. En það bjargaðis nú allt. Jón, Gullim Tobbi og Sonja komu og tóku mig með upp að Ásum, eða reyndar ákvað Gulli að koma með mér bara á mínum bíl þar sem að enginn nennti að troða 5 manns í bílinn hans jóns :) Við fórum upp að Ásum og klæddum okkur þar í útifötin og fórum af stað á Lúser öll 6. Ferðinni var heitið upp í Pott ( þar er geggjað flott gil þar sem lækur rennur eftir því og þarf að klifra í klettum og príla hér og þar til að komast inn eftir því) fórum þangað eitthvað um hálf 11 eða seinna. Þá hófst gangan... Löbbuðum og löbbuðum, ég var á Adidas skóm.... :/ ekkert voða gott í bleytu og drullu þar sem skórnir eru sléttir!!! Rann semsagt 2 í lækinn!!! bókstaflega, kom á fljúgandi siglingu í 1 skiptið niður klaka-drullu brekku og náði ENGU gripi og blúbbs! RAgna datt í vatten.... :) samt hel fyndið örugglega að horfa á ! á leiðinni til baka var ekkert SMÁ mikið myrkur!!! enda var klukkan um 12 og þarna er sko EKKI sama hvar maður stígur. Var smá fegin á köflum að vera með hausljósið mitt með mér þar sem að ég er alveg SKELFILEGA náttblind stundum! já, það gerðist nú eitthvað meira í þessar ferð. stoppuðum einu sinni í smá stund við læk ég og Sonja sátum öðru megin og svo strákarnir hinum megin. Allt í einu lít ég upp og vá! stór vatnsgusa stefnir á mig!! og svo SPLATS!!! beint framan í mig!!!! Stefnir hafði semsagt kastað steini í vatnið og í staðinn fyrir að gusurnar færu beint upp og svo nokkrir dropar á fórnarlömbin eins og oftast gerist fór engin smá gusa beint framan í mig og rann niður hlálsmálið! vá hvað ég var RENNANDI blaut þá, enda var ég ekki búin að detta í vatten þá. því skipti það mig litlu máli þegar það gerðist :) Svo já, ég tognaði! já ég veit ég tognaði. Adidasskórnir, þessir eðal 10000 kr skór eru ekki gerðir fyrir öklastuðning í klifri í brekku. ég semsagt þjáðist þarna af og til þegar ég labbaði... Engar voða rasíur voru gerðar þarna en Tobba tókst að stíga í eina lækinn á stóru svæði þegar hann hljóp það um (lækurinn var 30 cm breiður) Jóni tókst að hrufla sig á einhverjum steinum þarna og Stefnir ætlaði að stökkva fram af einhverju þarna en sá ekki lækinn fyrir neðan... Splass! Gulli og Sonja stóðu sig eins og hetjur í að gera ekki neitt af sér. vorum komin aftur í bílinn kl 01.00 sveitt, sæl og rjóð. Þetta var ekkert smá gaman! fórum síðan beint upp að ásum til að ná okkur í einhver föt og svo beint í pottinn!!! AH hvað það var nú notalegt! Enginn nema Jón var samt með skýlu og því vou einhverjir í síðbuxum og ég í boxer og bol... Reyndar held ég að Gulli að hafi toppað samkeppnina með flottustu leggina enda var hann í USVS stuttbuxum. þið vitið... grænar og hvítar hjólabuxur... :) Það var voða dautt yfir liðinu i pottinum og gáfumst ég og Gulli fyrst upp og fórum svo fljótlega. Ég skutlaði honum heim í Fagurhlíð og fattaði svo að ég þyrfti nú að taka bensín. kl tæplega hálf 4 stóð ragna semsagt í grenjandi rigningu í rennandi blautum fötum (eftir vatnssulllið) , berfætt að dæla bensíni (hafði ekki lyst á að fara í skóna aftur, voru líka fullir af árfarvegi :) ) hehe, fögur sjón það! .egar ég kom heim að Hunkubökkum fór ég bara að lesa og fór svo ekki að sofa fyrr en seint og síðar meir...vaknaði svo eiginlega beint í matinn hjá ömmu. einhver þvílík steik þar á ferð. kom mér nú ekkert á óvart :) Jón hringdi rétt eftir hádegið og spurði hvort ég kæmi með honum niðrí Flóð á fjórhjólinu, vá hvað ég var til! renndi því þangað og skellti mér í blautu útifötin frá kvöldinu áður og setti plastpoka í skóna. (hefði nú alveg getað sleppt því) hehe. Brunuðum svo af stað! vá vá vá hvað ég skemmti mér vel. brosti allan tímann! komum heim eftir rosa rallý alveg rennandi blaut en voða ánægð (jah, allavegana ég! ) úff, finn núna að ég er að fá harðsperrur eftir að halda mér í Jón og hjólið svo að maður hefði ekki sveiflast af í einhverri skrans beygjunni eða í einhverri gusunni þegar hann þrykkti í pollana. Svo gerðist nú voða lítið.... Jón og Gulla fannst tiðvalið að fara í myllu á kinninni á mér... :) ehemm. ég bara ræð ekki við 2 stráka sem halda manni niðri... ég er ekkert það sterk sko! fékk myndarlega tússpenna klessu þarna framan í mig.... fór samt af, þeim til mikillar gremju.... eftir þetta allt var klukkan orðin rosalega fljótt allt of margt svo´að ég drullaði mér heim þar sem ég var búin að lofa ömmu og afa A La Ragna pizzu, þau panta hana alltaf með löngum fyrirvara þegar ég kem. Eldaði hana semsagt af hjartans list.... ekkert smá góð. ... átti samt ekki von á öðru... æ sorry, smá mont! :) hehe. Rétt kláraði svo að éta og stökk svo´út í bíl... og brunaði af stað heim í bæinn.... æ hvað það var nú gott að vera á heimleið. SToppaði samt í töluverða stund á Selfossi hjá Elvu Dögg til að kippa Arnari Páli þaðan með yfir heiðina. Smakkaði hjá þeim alveg SNILLDAR skyrtertu sem þau skötuhjúin... humm... segjast hafa bakað.... en... satt að segja hef ég nú nokkrum sinnum BÚIÐ til skyrtertu... en alls ekki bakað hana :) hún var samt mjög góð. Nú er ég komin heim í sæluna... með þjófavörnina á Trausta og get eiginlega ekki beðið eftir að skríða upp í rúm og undir sæng, sængina mína.....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig