mánudagur, 24. nóvember 2003

jæja. kominn mánudagur... síðasti mánudagurinn af skólanum... í næstu viku byrja prófin...
Fór á Villibráðar- og jólahlaðborðið á laugardaginn... Byrjaði reyndar daginn á þvi að vakna snemma og baka skúffuköku... svo um 12 gerði ég 1 og hálfan líter af sveppasósu svo eftir hádegi bakaði ég skinkuhorn eftir hádegi sem komu rjúkandi heitir í kaffið.... mmmm.
Ég er orðin kveeeefuð... jakk. ég veit ekkert leiðinlegra.. ! og hálsbólga. JAKK! segi hér með upp kvefstarfinu.... samt voða fegin að ég kvefist daginn eftir daginn þar sem ég þurfti að syngja uppi á sviði... Já talandi um árshátíðina... málaði Þorbjörgu, Guðrúnu, Hjaltey og mömmu fyrir þetta svo að þegar ég loksins hafði tíma til að gera mig fína var klukkan 7 og þetta byrjaði hálf 8. Reyndað slétti Þorbjörg á mér strýið í skiptum fyrir förðunina. :) góð skipti það! kíkti svo aðeins til Þurý áður en lagt var af stað í Leikskála. Maturinn var örugglega mjög góður en ég er ekkert voða mikil kjet manneska..... :/ svo að ég smakkaði eitthvað takmarkað en smakkaði ´þó eitthvað. Fannst hreindýrakjötbollurnar vera geðveikt góðar!!! og sveppasósan... MMM!!! Var voða dugleg að taka þarna myndir... enda var ég með stafrænu myndavélina hans Jóa frænda... djöfulsins nauðsyn er orðið að eiga þannig!! :) missti mig hreinlega í myndatökum. Ríó flokkurinn (voru ekki 3 heldur 5) voru ekkert smá góðir, þvílíkir snillingar! Svo var tekist til handa við að dansa við undirleik frá Granít. einhver leti varí sumum og ekkert voða voða margir voriu að dansa og margtir fóru heim þegar Ríó var búið. rétt fyrir 2 var ung og upprendandi hljómsveit kölluð á svið. Það vorum við... Upphaflega planið var að við ættum að spila 4-5 lög.... svo ákváðum við 5 lög en enduðum á að spila 8 :) Ekkert smá gaman. Þetta er eitthvað fyrir athylglissjúklinga eins og mig - að standa uppi á sviði og skemmta... :) Eftir ballið var svo eftirpartý hjá Guðrúnu sem ég tolldi ekki lengi í og Einsi skutlaði mér heim um 5 leitið. Sunnudagurinn fór ekki í þynnku, heldur í LETI!!! :) drattaðist þó út um 5 til að ná í bílinn og fór svo á körfuboltaleik hjá strákunum í 2. deild karla sem voru að keppa við UMFH (flúðir) og unnu þá allhressilega.! 108-50 :) góðir stákar... Svo fljótlega eftir kærkominn eftir-ball-hamborgara brunaði ég í bæinn. Er að fara í módelklippingu til Þorbjargar kl 1. Einhverjir á stofunni hennar fóru út til Danmerkur til að læra nýja línu, og ég, ég sagði náttla strax já. en komst svo að því að klippingin er styttri öðru megin á hausnum!!!! úff... þetta verður gaman að sjá :/
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig