sunnudagur, 16. nóvember 2003

úff. ég verð að fara að skrifa með styttra millibili svo að ég gleymi ekki hvað ég er að bardúsast. ... á miðvikudaginn var gert voða lítið en á fimmtudaginn var hússtjórn og við gerðum einhverja ógeðslega fiskisúpu.... urg hvað mér finnast sjávarréttir ógeðslegir!! Svo var það smá rúntur og Bachelor kvöldið var haldið heilagt uppi í Gravarvogi þar sem ég mætti með stóra Drauma, eplaskerta sykursvala og Snakk fyrir pakk! :) Á föstudaginn kom Gísli Pípari og hvolpurinn hans með mér austur. já og svo audda Þráinn. ææææ hvað hvolpurinn var sætur. ef ég ætla að fá mér hund á hann aldrei að verða fullorðinn!!! hee, gangi mér vel. en well! mér tókst nú ekki að halda mér heima á laugardaginn frekar en fyrri daginn svo surprise, surprise! ég fór austur!!! :) reyndar aðeins lengra en það núna. Fór til jóns og við brunuðum á Trausta út í Skaftafell þar sem við löbbuðum upp að Magnúsarfossi og Svartafossi. Svo var kapp niður! sá sem vann sem setti þjófavörnina fyrsta af stað á Trausta... jón vann :( kom voða á óvart !!Við keyrðum þarna aðeins um og hvað haldiði að við höfum fundið!!!! stóran, stóra, skriðdreka!!! ekkert smá töff!! fórum í hann og skutum niður mann og annan!!! :) Þegar ég fór svo að spyrjast fyrir um þennan skriðdreka þá var þetta víst Vatnadreki sem er verið að gera upp. Var notaður einhverntíman í gamla daga til að ferja Bíla yfir árnar.... en ég meina. þetta var með beltum og allt :) Eftir gómsæta Pizzu að hrauni ákvað ég að ég yrði að drífa mig á hljómsveitaræfingu og burraði því heim á leið.... Alltaf jafn gaman að syngja í hljómsveit! eða held að ég sé ekkert að verða leið á því.... Erum búin að ákveða prógrammið fyrir næstu helgi en erum að æfa ný lög alveg villt og galið! Ef þið viljið koma á ballið hringið bara í sjoppuna og pantið miða... ATH það er ekki hægt að kaupa sig inn á Ballið eftir matinn. annað hvort allur pakkinn eða ekki neitt! en það er nú hel gaman að fá að smakka villibráðir! ég ætla að hafa augun opin fyrir Hrafni.... ætli hann sé ætur? :) Það fór nú ekki svo að ég yrði eitthvað ölvuð... Hrönn, Fannar, Orri, Gunnar og Þorbjörg kíktu við heima áður en við röltum á barinn. Var nú eitthvað voða léleg stemming þar og var bara skemmtilegra heima.... Stemmingin hefði orðið fín á barnum ef allir hefðu verið fullir, eða minna fullir og enginn farið snemma heim. ! Hey viti menn! hver haldiði að hafi komið! !! Jón, Þorbergur og Þormar! :) alveg fullt af hvítum hröfnum semsagt.. En þeir voru á einhverju kvennafari og vildu ekkert tala við Rögnu! iss. mega þá bara eiga sig :) Hey! ég lofaði víst Hjördísi Rut að kenna henni Leikskólafræði hérna í gegnum Bloggið mitt þar sem að þegar hún á að vera að læra í því og barnið hennar er loksins sofandi þá fer hún að lesa Blogg um víða veröld í staðinn :))))

ok! ég er 4 ára stelpa og spyr mömmu..... Af hverju er ég stelpa???

Hverju svarar mamman? ? ?
:)
Á leiðinni heim af barnum skrapp ég aðeins út í framrás í bílaleik í kuldanum! :) labbaði svo varnargarðinn hjem og fann Barða þar á leiðinni, en hann var svo fullur að hann hélst ekki uppréttur og spýtti þar að auki alltaf á mig!!! (hjólbarði fullur af ís og vatni) ég skildi hann því eftir.... ég var alltaf á höttunum eftir að finna eitthvað til að flagga í einhverjar flaggstangir en sú leit bar ekki árangur!


Yndismaðurinn hann Fúsi vakti mig svo snemma.... eða um kortér yfir 1 og sagði að þeir ætluðu að hafa hljómsveitaræfingu kl hálf 2!!!! ARG!!! og Ó MEN!! Röddin.... hún var einhversstaðar uppi á Varnargarði þar sem ég skildi hana eftir í gær! :) en.... stökk bara og náði í hana, eftir að ég hljóp í fötin og mætti hress und kát á æfingu... Ansi stíft að vera í hljómsveit mar... vakna snemma og allt hvaðeina :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig