föstudagur, 21. nóvember 2003

ég fór að vinna í morgun!!! :) uppi á jökli.... var með Einsa, Benna Braga og Rínu að moka upp 11 sleðum sem voru í bólakafi uppi á jökli. Aldeilis púl það!! :) en samt ekkert smá gaman, svo fékk ég að keyra 4 ferðir á sleða niðrí kofa þangað sem við settum þá eftir að hafa bjargað þeim úr skaflinum. Það var geggjuð sól og blíða en smá skafrenningur á köflum og maður var þá náttla alltaf með rassinn upp í vindinn og svo var nú ekkert sérstaklega heitt að sitja á frosnum sleðunum. Svo að Rassinn minn dó drottni sínum!!! er ný farin að finna fyrir honum. Vinnudagur hjá bjsv er á morgun og er áætlað að þangað mæti um 30 manns, fór til Guðrúnar áðan að krydda grillkjetið sem verður étið á morgun, svo er ég líka að baka einhverja RISA gersnúða sem líta ekkert smááá girnilega út.. :) mmmmmmm
Það er samt óvíst að ég geti haldið á micrófóninum á morgun... Vegna HARÐSPERRA!!!!!! ég er bara algerlega kraftlaus í puttunum meira að segja!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig