Bráðinn ostur, heitur, lekandi með dísætu hlynsýrópi!
Fullkomið fyrir datekvöld eða saumaklúbbinn. Já eða bara hvað-sem-er ! :)
Eftirrétt eftir grillið, kósíkvöld uppí sumarbústað, snarl uppí rúm seint um kvöld .... hvað-sem-er
Uppskrift
1 camembert
2 msk hlynsýróp
2 msk muldar pekanhnetur
1 msk söxuð trönuber eða döðlur
Aðferð
-Hitið ofninn í 200 gráður
-Skerið ofan í ostinn, 2/3 af leiðinni í gegn, skerið eins og þið væruð að skera eftir línunum í rúðustikuðu blaði :)
-Setjið 2 msk af hlynsýrópi yfir og bakið ostinn í 10 mínútur
-Takið hann út og setjið pekanhnetur og trönuber/döðlur yfir, bakið í 5 mínútur í viðbót.
Skerið í ostinn |
Hellið hlynsýrópi yfir |
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)