mánudagur, 9. nóvember 2020

Muffins með eplum

Mjúkar, bragðgóðar, einfaldar muffins. 

Fuuuuullkomnar fyrir þetta haust/vetrarveður sem læðist núna að okkur. 

Psst. Það næstbesta við þær (fyrir utan hve gómsætar, mjúkar og dásamlegar þær eru....) er að það þarf 2 skálar og eina sleif til að setja þetta allt saman. Engan handþeytara eða hrærivél frekar en þið viljið. 


Uppskrift:

Gerir 24 stórar muffins 


790 gr hveiti 
360 gr púðursykur 
1 tsk salt 
1 tsk matarsódi 
5 tsk lyftiduft 
400 gr grófbrytjuð epli 
500 ml súrmjólk
250 ml matarolía 
2 egg 
4 tsk vanillu extract (eða vanilludropar)

Krem: 

Flórsykur 
Mjólk 
Vanilludropar eða karamellubragðefni 
(magn af kremi ræðst af því hve mikið þið viljið setja á hverja muffins) 
-Ég notaði 2 bolla af flórsykri og hrærði hann út með mjólk þar til kremið var komið vel saman en þó frekar stíft. 

Aðferð: 

  • Setjið öll þurrefni saman í skál og blandið saman
  • Setjið öll blautefni saman í skál og blandið saman
  • Blandið öllu úr báðum skálum saman. Bara samt svo að það sé orðið vel blandað en ekki hræra lengur en það. Hér má nota vissulega nota hrærivél en þess þarf ekki. 
  • Grófbrytjið 4-5 epli og blandið saman við. 
  • Raðið muffinspappírsformum í muffinsbakka (nauðsynlegt) og bakið í ofni á 2 hæðum, á blæstri við 180°C í 25 mínútur 

Öll þurrefni sett í eina skál, öllum vökva blandað saman í eina skál


Öllu blandað saman 


Eplabitum blandað samanvið 


Sett í muffinsform og má fylla vel upp í topp. 



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig