þriðjudagur, 12. september 2023

Sítrónuformkaka


Við vorum svo lukkuleg að fá 3 sítrónur af sítrónutrénu okkar núna í lok sumars. 










Krakkarnir vildu ólm gera sítrónuköku svo við gerðum eina slíka. 

Ég deili hér uppskriftinni með ykkur og hvet ykkur til að fá börnin á heimilinu til að taka þátt í bakstri. Þessi kaka er frábær fyrir unga bakstursofurhuga þar sem það þarf einföld mælitæki (desílítramál, teskeiðar og matskeiðar) og þau fá að spreyta sig í að brjóta egg sem er alltaf spennandi áhættuatriði. 


Uppskrift

fyrir eitt form 


Kaka
2 egg 
2 dl sykur 
1 dl olía 
2 dl súrmjólk 
2 tsk lyftiduft 
2 msk sítrónusafi 
2 msk rifinn sítrónubörkur 
2 dl hveiti 
2 dropar af gulum matarlit

Glassúr 
3 dl flórsykur 
2 msk sítrónusafi 
vatn eftir þörfum
(Ath, það er nauðsynlegt að hafa þetta krem eins þykkt og hægt er) 


Aðferð 

-Stillið ofninn á 180°C og blástur 
-Hrærið saman olíu, eggi, sykri, sítrónusafa og súrmjólk
-Bætið saman við rifnum sítrónuberki, hveiti og lyftidufti, endið með að setja smá matarlit til að kakan verði gul.
-Setjið í smurt formkokuform.
-Baki í um 50 mínútur í miðjum ofni á blæstri eða þar til prjónn sem stungið er miðja kökuna kemur hreinn út (það fer aðeins eftir hve langt formið er, hve lengi það þarf að baka kökuna) 
-Látið kökuna kólna
-gerið glassúrinn og setjið hann með skeið yfir toppinn á kökunni, glassúrinn fletur sig sjálfur út og mun leka aðeins niður kökuna. 




SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig