Við vorum svo lukkuleg að fá 3 sítrónur af sítrónutrénu okkar núna í lok sumars.
Krakkarnir vildu ólm gera sítrónuköku svo við gerðum eina slíka.
Ég deili hér uppskriftinni með ykkur og hvet ykkur til að fá börnin á heimilinu til að taka þátt í bakstri. Þessi kaka er frábær fyrir unga bakstursofurhuga þar sem það þarf einföld mælitæki (desílítramál, teskeiðar og matskeiðar) og þau fá að spreyta sig í að brjóta egg sem er alltaf spennandi áhættuatriði.
Uppskrift
fyrir eitt form
Kaka
2 egg
2 dl sykur
1 dl olía
2 dl sykur
1 dl olía
2 dl súrmjólk
2 tsk lyftiduft
2 msk sítrónusafi
2 msk rifinn sítrónubörkur
2 dl hveiti
2 dropar af gulum matarlit
Glassúr
3 dl flórsykur
2 msk sítrónusafi
vatn eftir þörfum
(Ath, það er nauðsynlegt að hafa þetta krem eins þykkt og hægt er)
Aðferð
-Stillið ofninn á 180°C og blástur
-Hrærið saman olíu, eggi, sykri, sítrónusafa og súrmjólk
-Bætið saman við rifnum sítrónuberki, hveiti og lyftidufti, endið með að setja smá matarlit til að kakan verði gul.
-Setjið í smurt formkokuform.
-Baki í um 50 mínútur í miðjum ofni á blæstri eða þar til prjónn sem stungið er miðja kökuna kemur hreinn út (það fer aðeins eftir hve langt formið er, hve lengi það þarf að baka kökuna)
-Látið kökuna kólna
-gerið glassúrinn og setjið hann með skeið yfir toppinn á kökunni, glassúrinn fletur sig sjálfur út og mun leka aðeins niður kökuna.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)