föstudagur, 18. janúar 2019

Risarækjur með tómötum og hvítlauk

Ég er oft að reyna að finna uppá einhverju kolvetnasnauðu og þessari uppskrift klambraði ég saman í sumar og hef gert nokkrum sinnum síðan.
Það má sanni segja að Instagramið hjá mér logi þegar ég pósta þessum rétti og ég veit að margir bíða eftir uppskriftinni.

Hægt er að nota uppskriftina sem forrétt, aðalrétt eða meðlæti. Ég hef borið rækjurnar fram með súrdeigsbrauði eða naan og hvorugtveggja er jafn gott þó svo að mér sýnist brauðæturnar elska súrdeigsbrauðið meira fyrir þær sakir að það drekkur svo vel í sig safann af réttinum (sem er algerlega himneskur btw!).

Rétturinn er einfaldur með örfáum innihaldsefnum og hér kemur uppskriftin loksins.


Uppskrift
Fyrir 3 í aðalrétt

500 gr smáir tómatar (því sætari því betri)
2 hvítlauksrif (1 hvítlauksrif ef það er stórt)
góð ólífuolía
nokkrar greinar af fersku timian (má sleppa eða nota þurrt)
600 gr risarækjur (ég kaupi mínar í Costco og vel stórar rækjur "tail on)
saltflögur
nýmalaður pipar
2 ferskar mozzarellakúlur
Fersk steinstelja eða kóríander (hvort sem ykkur líkar betur við)

Aðferð: 
-Tómatar skornir í helminga, settir í eldfast mót, hvítlaukur marinn eða skorinn smátt, dágóðum slatta af ólífuolíu hellt yfir, örlítið af salti, timiangreinum raðað yfir og velt með töng þar til að allt hefur fengið á sig olíu,
- Sett inn í ofn í 10 mínútur á 220°C.
-Tekið útúr ofninum. Þiðnum rækjum velt saman við, kryddað með aðeins meira salti og nýmöluðum pipar.
-Mozzarellakúlur rifnar niður og ostinum dreift yfir réttinn. Helmingnum af fersku steinseljunni/kóríandernum dreift yfir.
-Sett inn í ofn í 12-15 mínútur á 220°C eða þar til osturinn er bráðnaður, örlítið gullinn og rækjurnar orðnar bleikar.
-Restin af kryddjurtum stráð yfir.

Frábært að bera fram með brauði til þess að dýfa í safann sem fellur af í eldfasta mótið.
Hægt að bera fram með fersku Romainsalati og olífuolíu.






Tómatarnir skotnir til helmingja og settir í eldfast mót. 
Timian úr garðinum :) 
Rækjum bætt við þegar búið er að elda tómatana 

Rifnum mozzarella og kryddjurtum bætt við 



Rækjurnar eru gráar þegar þær eru hráar. Þær verð bleikar þegar þær eldast. 

Frábær réttur. Léttur í maga og unaðslega bragðgóður 

Enjoy



SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig