Þennan rétt hef ég verið að gera í að minnsta kosti 3 ár. Þegar ég sest niður og borða réttinn hugsa ég allaf, oh, ég þarf að muna eftir því að skrifa niður hlutföll og innihaldsefni næst þegar ég geri þennan rétt. Hann er SVO góður.
Það er mögulegt að ég muni aldrei aftur gera þennan rétt á þennan veg sem ég er að leyfa ykkur að njóta hér fyrir neðan. Ég á ekki alltaf til mirin og ég á ekki alltaf brokkolí. Stundum hef ég sleppt kjúkling! :)
og annað varðandi fjölbreytninga, það er hægt að nota hverskyns núðlur sem er, og það er hægt að nota rækjur eða nautakjöt í stað kjúklings. Mér finnst kjúklingurinn bara einfaldlega þægilegastur, á hann oft til og þetta er fullkomin leið til að gera máltíð þegar það er bara ein kjúklingabringa til!
Ath, það er hægt að gera þennan rétt barnvænni með því að sleppa Siracha sósunni, já eða gera hann sterkari með því að bæta við Chilli olíu eftir á eða smá Sambal Olek útí marineringuna.
Sósan er hérna aðal stjarnan í réttinum. Hún er sæt, sterk og sölt, þekur grænmetið, núðlurnar og kjúklinginn vel og er eins og bragðsprengja í hverjum bita!
Uppskrift:
Fyrir 4
Marinering / sósa
Núðluréttur
Aðferð:
- Setjið öll innihaldsefni marineringunnar í skál með niðurskornum kjúklingnum og látið standa í 30 cm á borði.
- Veiðið kjúklingabita úr marineringunni og steikið á heitri pönnu. Hellið safa sem fellur til í sósuna enda er hann stútfullur af kjúklingabragði og marineringu
- Sjóðið núðlurnar.
- Setið marineringuna í pott og sjóðið í 5 mínútur, þykkið með maizena-vatnsblöndu.
- Takið kjúklinginn af pönnunni og steikið næst grænmetið upp úr smá olíu.
- Blandið soðnum núðlum og kjúkling saman við grænmetið á pönnunni.
- Hellið sósunni yfir og blandið öllu vel saman, ekki hafa áhyggjur af því að finnast þetta þunnt, núðlurnar drekka vel í sig af sósunni.
- Setjið í diska og berið á borð. Hver um sig setur svo vorlauk, kóríander og sesamfræ að vild.
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)