laugardagur, 14. nóvember 2020

Banana-og karamellubúðingur

Eftirréttur, eins og sá sem þú færð á veitingastöðum!

Silkimjúkur búðingur með karamellu-vanillubragði og svo leynast þarna óvænt bananar í botninum. 
Yndislegt alveg. 

Uppskrift 

(Fyrir 4 glös eða eftirréttaskálar) 

Í botninn: 

150 gr mulið digestive kex
3 msk sykur
4 msk bráðið smjör 


Aðferð:  

blandið saman  (möluðu) kexinu sykri og smjöri og þrýstið blöndunni í botninn og örlítið upp í hliðar á 4 desertskálum eða glösum. Kælið í 30 mínútur

Í fyllinguna:


215 gr púðursykur
30 gr smjör
3 msk (30 gr) maizenamjöl
350 ml nýmjólk
1/2 tsk salt
4 eggjarauður
1/2 tsk vanilluextract
2-3 þroskaðir bananar

Aðferð:

  • Bræðið smjör og blandið því saman við púðursykur, setjið í skál. Setjið þetta svo til hliðar
  • Í bolla, hrærið maizenamjölið útí smá af mjólkinni. Í potti, hitið restina af mjólkinni með saltinu þangað til að blandan er við suðu og hellið þá maizenamjölsblöndunni útí. Sjóðið þar til blandan þykknar.
  • Hrærið eggjarauðurnar saman í skál og hellið smá af heitri mjólkurblöndunni útí eggin. Hellið svo þeirri blöndu aftur útí heita mjólkina og hrærið þar til að blandan þykknar enn frekar (þetta endar á að verða svoldið eins og hrært majones.
  • Hellið/þrýstið blöndunni í gegnum sigti (ef ykkur kann að finnast þetta eitthvað kekkjótt) ofan í púðursykurblönduna, bætið vanilluextract við og hrærið vel saman. Sykurinn bráðnar. 
  • Skerið bananana niður í 5-6 mm sneiðar og dreifið yfir kexbotninn (ég notaði aðeins rúmlega 2 banana en það fer eftir smekk). Hellið blöndunni yfir bananana, geymið þetta í kæli í amk 2 klst áður en rjóminn er settur ofan á og borið er á borð. 
Kexið mulið 


kex-, smjör og sykur blandan sett í glösin og kælt




Allt að verða tilbúið til að setja saman blönduna í fyllingna



Fyllingunni hellt yfir bananana

Auka punktar:

  • Það er dásamlegt að setja karamellukúlukurl ofan á 
  • Það er líka æðislegt að setja smá vanillusykur útí rjómann þegar þið þeytið hann 
  • Það er hægt að geyma þetta í 2-3 daga í ísskáp ef þið sleppið að setja rjómann á og setjið plastfilmu yfir 
  • Það er hægt að hægelda eplabita uppúr smjöri, sykri, smá vanillu og kanil og setja í botninn í staðinn fyrir epli 
  • psst. þetta slær í gegn í matarboðum 



SHARE:

1 ummæli

  1. Harrah's Casino, Atlantic City - Mapyro
    Welcome to Harrah's Casino, Atlantic City. We are a fun-loving, well-established casino 충주 출장마사지 located near 아산 출장안마 Atlantic City. Plan your 평택 출장샵 next 양주 출장샵 trip to Atlantic 논산 출장샵 City and

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig