laugardagur, 31. desember 2005

Annállinn...


já, ef þið endist það lengi þá getiði lesið hvað kom fyrir mig á árinu sem nú er að líða....

-Söng á áramótaballi í Leikskálum með hljómsveitinni minni Fritz von Blitz, við sáum um þetta allt sjálf og erum voða stollt af því að gera þetta. :)
-nýársbrennan var haldin degi seinna en reglur gera ráð fyrir þar sem að það var svo vont veður á gamlárskvöld, farið var þá í fræga fyllerísferð þar sem var dregið á og einn maður fékk að kynnast súr og gas sprengingu.
-milli jóla og nýárs dó Trausti.... greyið... Fúsi varð vitni að þeim aðförum. En hann lifnaði við á örskömmum tíma og lifir góðu lífi núna

-Bjargaði 3 göngumönnum frá hálku og köldu veðri þar sem að þeir voru að labba í átt að Stíflisdal og varð veðurteppt þar eina nótt.
-2 Snafsar héldu áfram að spila aðra hverja helgi og bjargaði þetta spilerí fjárhag okkar fúsa þann veturinn.

-ætlaði mér ða ljúka MH á réttum tíma og tók því stærðfræði 503 í kvöldskóla og stæ 403 ( í þriðja sinn) í dagskóla... jakk!!! -sló persónulegt met í leikhúsferðum.. fór 9 sinnum í leikhús á árinu -2 snafsar kláruðu að borga hljóðkerfið -Hamstrarnir fjölguðu sér oft þetta árið... ég sem átti 2 konur.. fékk 17 hamstra i það heila :S

-fór á þorrablót í vík, lítið gerðist annað en við settum saman hljómsveit, ég, einsi, gaui og fúsi og spiluðum eitthvað í hléinu sem við könnumst ekkert við. -afrekaði það að slasa mig frekar lítið á árinu... ég held að ég sé bara orðin flinkari í ða detta! Ragna varð 20 og hélt upp á það með pomp og prakt á Gauknum rúmlega 70 gestir mættu... takk :* -fór í Þorrablótsjeppaferð og var sett í þorrablótsnefnd fyrir næstu jeppaferð.

-datt það í hug að flytja til Ástralíu sem au pair... fann enga nóga hentuga fjölskyldu... en hélt áfram að leita og vona -nýjasta tíska í víkinni var að fara og ELDA eftir fyllerí í vík... -skónum mínum var stolið og ég gisti í heimahúsi hér í vík vegna þrjósku og pirrs yfir týndum skóm... ég réðst samt á mann daginn eftir og hann lét þá af hendi.. -fór í 2 fermingar -fór með fúsa í ferð á föstudaginn langa eins og árið áður, sú ferð varð ekki síður skrautleg heldur en árinu áður, við urðum bensínlaus úti á sandi... ( mælirinn var sko bilaður)

-2 snafsar lögðu land undir fót og spiluðu 2 kvöld á Reyðarfirði í apríl -Ægir stofnaði nýja tísku með að búa til nætursnarl, brauð í vöfflujárni! :) -Vann ferð frá fm 957 á Hróarskeldu í boði Tuborg... frábær ferð í alla staði, fengum allt frítt og búið að tjalda fyrir okkur allt... frír bjór og matur líka... auk þess að við komumst út um allt svæði þar sem við vorum með sérstök armbönd. já.. og ég Bauð FÚSA með mér

-Fór í Hellaskoðun með stebba, sveppa og kalla, mikill ís pirraði okkur en skemmtileg ferð -dimmiteraði frá MH... frábær stund... lékum Bollywood leikara. Fyrirpartý var haldið hérna heima og dagurinn var svo alger snilld í frábæru veðri. -Árún saumaði á mig glæsilegan útskriftarjakka -afrekaði það að úrskrifast með glans úr MH!! risa veisla var haldin heim með 2 bjórkútum og svo ferð á klaustur á ball þegar leið á nóttina... -Ætlaði lengi að fara á sjóinn í sumar... Breyttist aðeins samt þar sem að mörg gigg voru bókuð og margt annað sem ég þurfti að gera. Ég fór semsagt aftur á Höfðabrekku og sé ekkert eftir því. -tókst næstum því að missa af útskriftarveislunni hennar Árúnar vegna mikils misskilnings!

-Skrapp á akureyri ein á fimmtudegi, var þar í 2 nætur ( eina frammi á gangi fyrir framan klósett) fór svo til baka á laugardegi, aftur ein... endaði á balli í tunguseli á laugardagskvöldinu og vann allan Sunnudaginn... týpískt fyrir Rögnu að standa í þessu. -í fríunum mínum frá Höfðabrekku fór ég oftast í sund, sólbað eða til reykjavíkur.

-Söng með pöpunum... tilfinningin að heyra heilt hús með 300 manns kalla mann upp á svið er ólýsanleg... ....að heyra út undan sér kallað ragna, ragna, ragna og fatta þá að það er verið að kalla mann upp á svið... vá -fór til DK á hróarskeldu í byrjun júlí... snilldarferð í alla staði.. sólin skein og við bökuðum og marineruðumst í Tuborg á milli þess sem við fórum á tónleika.

-Unglingalandsmótið var haldið í Vík í sumar.. -Rögnu-pizzu hlaðborð var á höfðabrekku -reddaði 70 manna rútu fyrir sætaferð á ball á klaustri -sat í dómnefn sem forsvarsmaður söngvara í söngvarakeppni á landsmóti -spiluðum fyrir ÓGEÐSLEGA marga í stærsta samkomutjaldi landsins, kynntumst múgæsing og .gaf margar eiginhandaráritanir það sem eftir var helgarinnar.

-prufaði að fikta við að syngja með annari hljómsveit. þar voru þær orðnar 3. -Söng í brúðkaupum í sumar... gaman gaman -Dagga frænka og Siggi giftu sig... flott brúðkaup! -Fór upp í stíflisdal með Fúsa á Stífló 2005. flott brenna í boði Svenna og gaman í alla staði

-Ákvað að flytja til Englands sem au pair, -Bý nú í Englandi hjá frábærri fjölskyldu og kem ekki heim í bráð. -komst áfram í 48 manna úrslit í IDOL... já, þetta gat ég :) hefði samt ekki viljað fara lengra. ég var nebbla að flytil Englands. -Fór að vinna í Holtsbúð, hjúkrunarheimili í Garðabæ. Er núna næstum ákveðin í að læra hjúkrun.

-svenni hélt blesspartý 14. okt. -hélt flott blesspartý 15. okt og allir bestu vinir mínir mættu... -Flutti til Engands þann 19. okt -lærði að keyra vinstra megin á veginum -verð betri og betri í ensku

-bloggaði í 3. sinn um jóin... heimasíðan orðin 2 ára og rúmlega það!
-Þorði út á hraðbrautirnar og get nú heimsótt Svenna og talað íslensku af og til þar sem ég er í Englandi.
-hélt jól úti... skrítin tilfinning að opna pakkana á jóldagsmorgun.
-borðaði íslenska ss pulsu ( þökk sé Bjögga) með hráum og tómatsósu á aðfangadagskvöld
-kom heim um jólin og dvölin framlengdist um heila viku þar sem að afinn úti dó.





Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!!
SHARE:

fimmtudagur, 29. desember 2005

heimferð


Ég verð að hryggja ykkur aðeins með því að dvöl mín hérna á klakanum hefur verið framlengd. næstum um HEILA VIKU!
Það fór nebbla svo að afinn dó úti, pabbi hennar. Allt gerðist þetta tiltölulega hratt.
Bræður hennar búa svo í KANADA og ÁSTRALÍU!!
það þarf því að koma allri fjölskyldunni til Englands núna á næstu dögum og herbergið mitt er í láni til þeirra... Því er ekki pláss fyrir mig, hvorki í herberginu mínu eða sem hluti af fjölskyldunni, og ég fer út 8. janúar í staðinn, þegar allt jarðafararstússið er búið.




Þið hafið mig semsagt í heila viku í viðbót við það sem áætlað var í fyrstu?
Heyri ég fagnaðaróp???
SHARE:

myndablogg

Það er svooo gaman að blogga með myndum með :)
vona að ykkur líki það :D

jæja, ég er allavegana komin heim....
alla leið til víkur
lenti kl 12 á miðnætti þann annan í jólum... Ætlaði að taka rútuna til rvíkur og svo leigara heim og redda mér svo í partý til Bjögga og Ellý.
Allt var þetta þaul planað...
:D
Flugið gekk vel þó svo að mér leiðist óstjórnlega að fljúga ein!! sá sem vill koma til englands þann 2. jan kl 17 ver velkominn með ! :(

En planið breyttist smá þegar 2 yndislegir herramenn birtust sætir og fínir úti á flugvelli.. það voru þeir Svenni og Sveppi... takk og þúsund kossar!
kíktum í partý í Keflavík í smá stund og svo fórum við og sóttum Ayu og then off to Grafarholt í partý til Bjögga og Ellý. mjög gaman að hitta fólk aftur....
Ssvaf út í þægilega rúminu mínu í bænum og fór svo að útréttast..
Er semsagt komin með islenska númerið mitt AFTUR og verð með það í gangi líka úti í Englandi ... 8660781 ENDILEGA sendiði mér sms. er smá einmanna hér með síma sem aldrei pípir.
hitti líka árúnu og palla... ooooh hvað það var gott !!!!

posta líka hér inn myndum, sú fyrri er frá partýinu í keflavík og sú seinni þegar éghitti Sveppa og Stebba í London um daginn
SHARE:

miðvikudagur, 28. desember 2005

jólabloggið

já, ég er komin til íslands núna, en ætla að setja inn jólabloggið sem ég skrifaði á jóladag úti í englandi, netið bara bilaði svo ða ég gat ekki sett það inn.. hér er því
enjoy

Já svo virðist sem að ég hafi lifað af jólin hérna úti, but don't hold your breath... það er ennþá annar í jólum eftir... :D

Lenti á svaka djammi á Þorláksmessu.. ætlaði aðeins út með vinkonu minni / Vaidu, kíkja á einn pöbb og vera komi heim á skikkanlega góðum tíma.
Vorum komnar á Vine um hálf átta og skelltum í okkur 3 bjórum.. um 9 var okkur farið að leiðast enda sátum við þarna og störðum í botnana á glösunum sem voru orðin, já eins og ég sagði, 3.
Fengum þá hálf geðveika hugmynd, að skella okkur til Kingston sem er heil lestarferð og strætóferð og tekur um hálftíma að fara með þessum fararkostum... og ekki nóg með það, við þurftum að labba í hálftíma til að komast á lestarstöðina :)
En þetta gerðum við og skemmtum okkur ógeðslega vel...
staðurinn fullur og ógeeeeeðslega mikið af sææææætum strákum... jimundur minn... mar gat varla dansað án þess að slefa ekki svo mikið að maður dytti á sleipu gólfinu.
það voru líka um það bil 70 % þarna inni strákar svo að maður hafði í nógu að snúast... ef þið vitið hvað ég á við.. ;)
neinei.. don't get too carried away...
var svo komin heim með kebab í annarri og lykilinn að útidyrunum í hinni um hálf 4 ... alveg á sneplunum...
var svo alveg hress og kát þegar ég vaknaði um hádegi... Maddie stóð niðri alveg gapandi yfir hvernig í ósköpunum ég gæti sofið ALLAN daginn!! :D

Aðfangadagur var viðburðarlítill... eins og ég segi þá svaf ég alveg til 12 og það var enginn möndlugrautur sem beið mín, var reyndar lambalæri í hádegismatinn kl 2 eins og helgarhádegismatartíminn segir til um. og svo var lítið gert... ég hófst handa við að lesa bókina sem ég fékk í skóinn frá kertasnýki en það var svona líka alveg ggríðar spennandi bók eftir Patriciu Cornwell... gerði þó stutt stopp á lestrinum upp úr sex til þess að setja íslenskan jóladisk í græjurnar og sjóða mér pulsur :D sat svo uppi í rúmi hlustandi á "það aldin út er sprungið" smjattandi á ss pulsu :)

kláraði svo bókina um nóttina og var vakin af krökkunum kl 7 og þau voru búin að kíkja í jólasokkana sína, Father Christmas var búinn að drekka allt viskíið, rúdólf var búinn að NARTA í gulræturnar og hann skildi eftir bréf... þau voru alveg himinlifandi!!
Maddie fékk nýja nintendo advanced og Eddie fékk PSP og 2 leiki ásamt fullt af smáhlutum...
borðuðum svo morgunmat og settumst saman um hálf 9 leitið og opnuðum alla pakkana

ég fékk alveg ótrúlega fínar gjafir ... og gaman að fá pakka líka

-nýtt úr frá mömmu og pabba
-hálsmen frá mömmu og pabba
-írafárdiskinn frá brósa
-hálsmen frá brósa
-fuuuulllt af spennandi hárvörum frá Þorbjörgu og Hildi, og þá meina ég fuuuulllllt ( líka tösku :p) -gerviaugnhárasett (2) og lím
-hárblásara frá ömmu og afa á sunnubraut.
-kerti og glerkertastjaka frá maddie og eddie
-bókina - 101 things to do before you are old and boring frá father christmas
-scented kerti með róandi lykt ( hann veit að það er erfitt að passa krakka :) )
-englabangsa og kerti frá Ninnu í dk
-spil frá ömmu (krakkanna), kannist þið við Mancala ( the ancient strategy game.?)
-og svo fékk ég matreiðslubók með Gordon Ramsey (Hell's Kitchen kokknum) hann er búinn að vera með þætti hérna úti sem heita "the f word" og ég og Mary Ellen erum búnar að liggja yfir...
hana fékk ég frá familíunni..
-svo fékk ég frá bróður Rory og konu hans Karen þýskt súkkulaði.. NAMM

kl 10 skellti ég mér í Kaþólska jólamessu... ( veit nú ekki alveg hvort að það sé leyfilegt... svona þar sem að ég er Lútherstrúar og allt það... en uuu.. þetta er nú allt sama bókin? ))
var ansi skrautlegt, mikið sagt praise the lord og kropið niður af og til... voða flókið sko...
kirkjubekkirnir heima eru sko algert himnaríki á jörðu miðað við þessa sem við sátum á í dag. Það er því ekkert skrítið að presturinn var alltaf að láta okkur standa upp og setjast aftur, hann hefur sjálfsagt séð píningarsvipinn á söfnuðinum... og örugglega til ða krydda upp á þetta lét hann okkur krjúpa svona upp á kúlið :D

Eftir messu fórum við í jólaboð til bróður Rorys og borðuðum svaka góðan mat og eftirmat og drukkum kampavín.. var komin heim svo um 6 leitið. krakkarnir gista þar svo í nótt...

Hef ekkert meira að segja ...
en ég átti góð jól og er nú að koma heim á morgun!!! :D
vúhú!!
þið fáið því pakkana ykkar aaaalveg bráðum :p
og ég mína :)

skemmtilegt að segja það að þar sem að líkaminn minn hefur komist að því að ég er að koma heim á morgun þá hefur hann pantað hálsbólgu, og ykkur til skemmtunar yfir vitneskju þess, þá er pöntunin ennþá að berast :))))

C YA !


SHARE:

föstudagur, 23. desember 2005


Ragna Björg óskar öllum lesendum sínum
Gleðilegra Jóla héðan úr Englandi
Eigiði góði jól
og sjáumst svo sem fyrst


SHARE:

jæja...

Hér er kominn 23. desember. og Alls ekki komin þorláksmessa, enda var engin skötulykt komin í húsið þegar ég vaknaði, þess í stað var farin fjölskylduferð til að kaupa nýjan Þurrkara.. Hinn andaðst í gær, akkúrat á besta tíma á ári!!! :)
Að vana settist ég á gólfið áðan umkringd gjöfunum og hófst handa við að pakka inn :) Það má ekki gera fyrr en 23. desember! :D


Svo er ég búin að pakka niður gjöfunum sem ég ætla með til íslands.
Ég reyndar sendi mömmu, pabba og þráni sínar í pósti svo að þau myndu ekki fara yfirum af söknuði til matargatsins sem étur allan grjónagrautinn ( Frægt atvik síðan frá nokkrum árum... Þráinn mannstu?? :) )
æ ég verð nú að segja söguna...

Man ekki alveg hvað ég var gömul, en ég var orðin langþreytt á að Jói frændi fékk alltaf mönduna í grautnum svo að ég ákvað það eitt árið að ég myndi borða ALLAN grautinn svo að ég fengi hana nú örugglega!!!
Ég borðaði nokkrar skálar ( í minningunni mjööög margar) alveg ÁKVEÐIN í að með því myndi ég sko fá möndluna.
Svo var grauturinn allt í einu bara búinn!!! og engin mandla..
við ásökuðum mömmu harðlega fyrir að hafa GLEYMT að setja hana í grautinn...
mamma sór það af sér hið snarasta og lofaði að það hefði verið mandla í möndlugrautnum...
Smá vangaveltur fóru fram um hvort að einhver hefði kannski bara ÉTIÐ möndluna!!
Þráinn varð þá skyndilega mjög hljóðlátur en spratt að lokum svo á fætur... benti á mig ( sem sat akkúrat við hinn enda borðsins) og öskraði hátt, með tárin í augunum og otaði mjóum puttanum að mér og sagði "ÞÚ HEFUR ÉTIÐ HANA MATARGATIÐ ÞITT!!!!"
ég sat á hinum endanum hálf skömmustuleg enda gat alveg verið að ég hefði étið hana, enda át ég svo mikið af graut að ég var við það að velta út af stólnum... Þegar Þráinn svo hljóp inn í herbergi grátandi yfir að systa hefði ÉTIÐ möndluna gat Jói ekki setið á sér lengur... og spítti út úr sér möndlunni, búinn að vera að éta grautinn síðustu mínúturnar með mönduna uppi í kjaftinum! Helvítið hann Jói.. :)
Þessi saga er rifjuð upp hver jól og auðvitað vinnur jói alltaf og við sökum mömmu alltaf um að hafa gleymt möndlunni...
:)

en á myndinni sjáiði pakkana komna í töskuna sem ég ætla að koma með þá heim í handfarangri... hver á nú hvaða pakka ?

Vissirðu að...
...Að risaskemmtiskipið Queen Elizabeth II brennir galloni af olíu fyrir hverjar 6 tommur sem það hreyfist? ? ?
(já þetta er ensk bók með ensku metra og mælingarkerfi.. urgh)
SHARE:

fimmtudagur, 22. desember 2005

leiðinlegir ávanar..

Já, það eru að koma jól, ef þið hafið gleymt því :D hehe

Kannski að mar skelli sér á fyllerí á aðfangadagskvöld...??
Það er ekkert margt annað inn í myndinni annars.

Svo er enginn sérstakur matur hér á aðfangadagskvöld.
Svo að ég er að spá í að fá mér íslenskar pulsur í pulsubrauði sem að Bjöggi kom með um daginn með sér út...

Sæla, sæla, sæla...

Fékk æðislegt jólakort í gær... og las það upphátt fyrir manneskjuna sem sendi mér það, sá upplestur var þó æði oft truflaður af tárum og snökti hjá báðum aðilum :)
Takk sskan :) Hlakka til að sjá þig!!!!


Er á leiðinni með krakkana í bíó á eftir, að sjá Lassie. Já hver man ekki eftir henni. væri kannski hugmynd að taka Molly með og athuga hvort að hún læri ekki eitthvað af henni Lassie... Eins og kannski að svara nafninu sínu to begin with...

nú eruði örugglega að spá í hvurn fjandann ég var að skíra þennan pistil "leiðinlegir ávanar"...
Er búin að ákveða að á nýju ári (ásamt öllum þessum klassísku áramótaheitum sem mar strengir alltaf) að strengja það áramótaheit að venja mig af því að skilja alltaf alla skápa sem ég fer í OPNA!!! ég labbaði beint á hurð áðan inni í eldhúsi... á kryddskápnum... flatti aldeilis út andlitið á mér á henni... :/ og er hel aum í nebbanum... ég er ekki frá því að hundurinn hafi hlegið að mér...
Eitt ætla ég líka að venja mig... að setja tappa á hluti eftir að ég hef notað þá.
það er eitthvað sem flækist oft fyrir mér líka...

:D

hef svosem ekkert meira að segja nema að...


vissirðu að...
... Kjúklingur er einn af fáum hlutum sem þú getur borðað áður en hann er fæddur og eftir að hann deyr...?
SHARE:

þriðjudagur, 20. desember 2005

alveg að koma jól...

Það eru bara nokkrir dagar til jóla.
Það er ótrúlegt hvað jólin eru lítið mál hérna. finnst það eiginlega hálfgerð synd og skömm!...
En fólk hérna sendir 150 jólakort og ógeðslega margar jólagjafir...
jól gjafa eru hér. Á íslandi eru meiri "jól" sem hátíð.

Allt að verða tilbúið hjá mér... Allar jólagjafir búnar nema ein , en hana kaupi ég í vikunni eða á leiðinni heim. Alls staðar sem hægt er að kaupa hana.
Vill einhver fá eitthvað úr fríhöfninni? málningardót eða eitthvað? náttla miklu ódýrara en heima.
Vín tollurinn minn er fullur. En samt get ég keypt sígó eða neftóbak... just call or sms me... ok?

Ég og Sveppi kúrum upp í rúmi á kvöldin :) hann er góður kúrari :D

hey já...
nú man ég.

Er einhver hérna sem les þetta sem hefur áhuga á að koma hingað til Englands og vinna sem au pair í 6 mán??
einhver sem ætlar að taka sér frí úr skóla eða er búinn í skóla og nennir ekki strax í skóla?
Fleiri upplýsingar fást hjá mér ef þið viljið..
Byrjar í jan. frábært tækifæri!!! og ekki langt frá mér. eiginlega bara mjög stutt. og krakkarnir í sama skóla og mínir..


Vissirðu að ...
...Forneyptar trúðu því að með því að borða steiktar mýs myndu þeir lækna tannpínu??

OJ!
SHARE:

mánudagur, 19. desember 2005

helgar rapport

jæja, þá er ein snilldar helgin liðin..

Eins og ég skrifaði á föst þá fór ég til London..
Ég fór svo til Oxford á laugardaginn og var komin þangað um hálf 2. Strákarnir voru ennþá á einhverri skólakynningu í einhverjum kvikmyndaskóla svo að ég afrekaði það að villast rétta leið niðrí miðbæ... finna bílastæðahús og verslunargötu.. jei. þá var mér borgið.
Sveppi, svenni, stebbi og Bjöggi komu svo aðeins seinna... (hvað er málið með öll þessi s? )
við röltum bara aðeins um og strákarnir versluðu aðeins.
Gerðum svosem ekkert mikið

Fórum út að borða á einhvern steikarstað og þar var maturinn bara mjög góður, þó svo að við höfðum þurft að bíða heila mannsævi við að bíða eftir aðalréttinum, það bjargaði þó geðheilsu okkar að við fengum okkur starter og vorum því ekki að deyja úr svengd á meðan við biðum eftir matnum.
Lagði sjálfsagt í dýrasta stæði sem ég hef lagt bíl í og eyddi um 1300 kall þann daginn bara í bílastæði!
tróðum okkur öllum í Punt bílinn minn og drifum okkur heim seint og síðar meir. verð að viðurkenna að það var MJÖÖÖÖÖG troðið og grey strákarnir sátu kramdir í bílsætinu með kassa, poka og töskur ofan á sér.. en þeir lifðu þetta af með fáar skrámur, marbletti og náladofa.

Eitthvað var mórallinn slappur og lágum heima á kojufylleríi og töluðum fram eftir kvöldi og fórum svo að sofa.
Er ég nokkuð plássfrek??
neeeeeei
það þekkir það sjálfsagt ENGINN ...
í alvöru..
sef eins og engill!

Vöknuðum um hádegi og fengum okkur pulsur í háldegismat, já þið lásuð rétt.. ´pulsur...
Bjöggi kom nebbla með íslenskar ss pulsur, steiktan lauk og ss sinnep.. perfect!
drulluðumst út úr húsi eiginlega aðeins of seint en við ætluðum í Argos einhversstaðar í Oxford. fengum góðar lýsingar, en gerðum okkur ekki alveg grein fyrir því hve langt það væri þangað frá bílastæðinu sem við rötuðum á.
alveg 20 mín labb...
Argos lokað og við fórum í Toys R us... snilldar búð og ekkert lítil..
Ég fékk jólagjöf frá Sveppa...
alveg æðisleg jólagjöf..
Það var tilboð á böngsum þarna.
einn stór bangsi á 2700 kall... eða svo..
það er EKKERT!!
og svo voru 3 fyrir 2 tilboð.
Svo að Sveppi keypti einn fyrir Ayu, einn fyrir mig og einn fyrir Svenna.
Jólagjöfunum VEL reddað..

Ætti kannski að lýsa böngsunum eitthvað frekar, sagði að þær væru stórir...
Þeir eru eiginelga RISA stórir!!
sjáðið bara dúllurnar þegar þeir voru sestir inn í bíl í bílbeltum og alles.
haha. já
svoldið stórir :D
verður spennandi verkefni að koma þeim heim til íslands.
Löbbuðum með þá á öxlunum alla leiðina til baka (þessar 20 mín) eins og litlir krakkar hoppandi og skoppandi á öxlunum á okkur. Held að það sé til mynd af því einhversstaðar hjá strákunum.. MArgar myndavélar með í för sko.


Fórum svo út að borða enn einu sinni og ég fór svo heim á sunnudagskvöldið...

skemmti mér vel og hlakka nú svaka til að koma heim og hita fleiri vini og fjölskyldu...
week to go !

Ekki fara strax... þið verðið að skoða myndirnar frá helginni

og svo

Vissirðu að....
... Það eru fleiri stjörnur til í alheiminum en öll sandkorn jarðarinnar samanlagt?

óver and át
SHARE:

laugardagur, 17. desember 2005

Bloggþörf

Blöggþörf kl hálf 1 á föstudagskvöldi?
þetta getur ekki endað vel...
Annars veit ég að blöggþörf er EKKI góð... maður bloggar yfir sig og þjáist svo af blogg-óþoli næstu daga á eftir.

Hvað er málið með allar þessar sjónvarps-ilmvatnsauglýsingar????
Allt hérna morandi út í þessu á hvaða sjónvarpsstöð sem þú vogar þér að villast inn. Ég meina.. það er ekki eins og þú getir með einhverju móti nálgast lyktina frá sjónvarpinu, og litlar líkur á að þú labbir spes inn í hagkaup til að finna lyktina af CÍNEMA ilmatninu sem þú sást í sjónbartinu kvöldinu áður...

En, nóg komið af röfli.

Ég er sjálfsagt eini kvenmaðurinn sem hefur farið tvær ferðir inn í london ( og ekki af enskum uppruna) og ekki keypt NEITT... hvernig sem það er nú hægt...
Ég kenni því um að ferðafélagar mínir í bæði skiptin hafa samanstaðið af 2 karlmönnum í sitt hvort skiptið... Auglýsi eftir kvenmönnum í næstu ferðir takk! Hitti semsagt Stebba og Sveppa í london í dag. Mikið djö var gaman að sjá strákana :)
alltaf jafn sætir

Hef komist að því að mar verður lestar"veikur" á að vera í lest að lesa og fara afturábak... Nú veit ég hvernig það er að vera sjóveik.. úff

Laug kannski smá hérna fyrir ofan.. tjah, neits, ég skrökvaði, segjum það frekar.
Ég keypti bók á lestarstöðinni...
Skemmtileg bók sem þið eigið eftir að njóta.. :)

bókin kallast "The best book of useless information EVER"
Alveg stórskemmtileg! og stútfull af skemmtilegum upplýsingum um eitthvað sem þú þarft AKKÚRAT ekkert að vita...


Ég ætla hér með að byrja með dálkinn "vissirðu að..."

Vissirðu að ....
... í Indlandi er ódýrara að sofa hjá vændiskonu en kaupa smokk??
SHARE:
Blog Design Created by pipdig