mánudagur, 17. október 2005

blesspartý nr 1

hvað skal segja...
Það var auðvitað snilldarkvöld hjá Svenna á föstudaginn...
Hann hélt upp á blesspartý á Madonnu þar sem flestir hans bestu vina söfnuðust saman og snæddu góðan mat.
Ræður voru haldnar og ég fór að hugsa hve stutt í þetta allt saman er eiginlega !
Eftir að hafa borðað, sem tók langan tíma... ultum við afvelta út af staðnum og niðrá Pravda þar sem við vorum á gestalista og fengum VIP meðferð uppi á annari hæð þar sem hvít leðursæti hituðu lendar okkar, þó sérstaklega Bjögga sem sat á púða mestan hluta kvöldsins.
Fólk var eitthvað seint til að dansa en ég þurfti ekki að tala Dodda mikið til að fá hann út á gólf, og eftir fylgdi Kalli á nó tæm.
Dönsuðum eitthvað, en DJ-inn fær slæma dóma... ekki alveg að meika það greyið og tæmdist gólfið fljótt...
Sveinn tók þá þá ákvörðun að fara heim, og peysan mín var í bílnum hans, ákvað ég því að fylgja honum og ná í peysuna, ekki tóks það betur til en að ég var keyrð beinustu leið heim! Ragna ekki sátt á því augnabliki enda klukkan bara um 3 og því var heimferð frá dán tán reykjavík á þeim tíma against all rules!
ekki segja Svenna og Dodda... en ég hafði kannski bara gott af því... *hóst*
enda blesspartýið mitt daginn eftir í VÍK og allt varð að smella ! :D

skoðið myndir af ósköpunum í boði bth.is
Kíkið við fljótt aftur
því að blogg frá blesspartýinu mínu er á leiðinni.. :)
SHARE:

miðvikudagur, 12. október 2005

Komin í smá vesen hérna...

Nýtnin er að drepa mig :)
Ég kenni Höllu Rós um .... :)
Verst er að það er bara gott og gilt að vera svona nýtinn...

Þetta byrjaði allt í gær þegar ég átti bara gmjólk og langaði í eitthvað að borða í hádegismatinn...
Fann pakka-sveppasúpu og kokkaði hana með gmjólk, hver finnur hvort sem er muninn?? Ég reyndar bragðbætti hana mikið enda veit ég alveg hvernig ég vil hafa sveppasúpuna mína.
Auðvitað eru 8 dl af súpu og mikið fyrir mig eina og ég þoli ekki að borða sama matinn aftur og aftur til þess eins að klára hann bara...
um kvöldið "varð" ég því að ofnsteikja kjúklingabita til að geta nýtt súpuna. Þeir sem vita úr hverju súpur og sósur eru búnar til, þá er afar lítill munur á þeim nema að í sósunum er kjötkraftur og oft kjötsafi... namm... en það er það sem gerir þær svona góðar. ég bætti líka nokkrum sveppum útí.
þar kom vesen 2. ég gat ómögulega notað HEILA ORA dós af sveppum í sósuna. það hefði eiginlega verið too much.
því varð ég að gera Rögnupizzu í hádeginu til að klára sveppina... sniðug finnst þér ekki? :)
Þorbjörg varð sú heppna að fá að koma og snæða með mér og Þráni pizzu svona snemma dags. með ferskum Parmesan osti, kokteilsósu og heimatilbúinni hvítlauksolíu (hættiði að slefa :) )
í kvöld var svo loka vesenið. Það var nefnilega smá kjúklingur eftir á 3 bitum síðan í gærkvöldi... of lítið fyrir mig og þráinn bæði! eitthvað varð ég því að gera...
Tælenskar Núðlur með kjúkling í teriaki sósu ásamt gulrótarstrimlum og blaðlauk sem fannst í ískápnum! :) skelfilega gott!!
Nú er ég semsagt komin á byrjunarreit aftur og afgangalaus! :)

Snillingur eða hvað! :)
SHARE:

mánudagur, 10. október 2005

enn styttist í þann 19..

já, þann 19. er ég nefnilega að flytja af landi brott góðir hálsar. svona ef það hefur farið algerlega fram hjá ykkur!!

Helgin...
hún var samt ansi góð!

er alveg að fara að læra hvernig á að sofa út, en ég hætti einmitt í vinnunni á miðvikudaginn síðasta og er nú ólaunaður iðjuleysingi. það er nú til margt verra en það skal ég segja ykkur :)

en allavegana
föstudagurinn
hundskaðist ekki á lappir fyrr en um 12 (þökk sé nýja starfinu mínu) og ákvað að hitta mö og pa á stað þar sem við ætluðum öll að borða. Ég rauk út á met tíma enda voru þau stödd nálægt veitingastaðnum og áttu þau eftir að fara á einn varahlutastað áður sem var gott sem hliðina á og so ætluðum við að hittast á veitingastaðnum, ég var greinilega búin að gleyma að það tekur allaf ENDALAUSAN tíma að fá afgreidda eina skrúfu á þessum stað svo að ég varð að húka og bíða eftir foreldrunum í langan tíma að krókna úr kulda inn á staðnum.
södd og sæl fór ég þó svo upp í ökuskóla í mjódd og náði í umsóknareyðublað til að fá nýtt ökuskírteini, ég ætla nebbla að skella mér í leigubílaprófið áður en ég fer út, þar sem ég er hvort sem er búin að taka allt bóklega námið og því ekki að taka bara restina, gæti alltaf nýst mér..
Leið mín lá svo í smáralind að kaupa augnskugga :D ég var búin að vera í heljarinnar vandræðum með nýja bolinn minn.. ég átti engan augnskgga sem gat mögulega passað við! já, ragna vesenisti! :) henti helstu nauðsynjum svo niðrí tösku hérna heima og pikkaði upp Ragnar frænda og súsönnu sem fengu að fljóta með til Víkur.
oh, vitiði bara... hefði ég fundið annað far fyrir þau., þá hefði ég farið á blönduós með Atla má á föstudaginn í vörubílarúnt! hefði skemmt mér konunglega við að lesa fyrir hann "Bílar og Sport" og gömul "Bleik og blá" hehe. og sungið svo á heimleiðinni. Ég fékk bara að eiga rúntinn inni..
allavegana. þegar ég kom til víkur fór ég með bróður mínum á kaffið í pizzu og bjór áður en ég fór á Drangur-Fsu körfuboltaleik úti í íþróttahúsi. fylgdist lítið með leiknum sem áður, en myndi nú þekkja alla sætu rassana í mílufjarlægð án þess að sjá andlitin ! :) hvað annað á maður að gera á körfuboltaleikjum??? svo eru líka komnir 2 nýjir kjötskrokkar í Drang sem maður þurfti að skoða vel! fengu ágætis einkunn.. :p
sleppti þó seinni hálfleik þar sem ég skundaði heim til að drekka í mig kjark til þess að horfa á Idol... Idol var skemmtilegt. þekkti marga sem komu fram núna, og einhverjir sýndir núna sem komu í 35 manna úrslitin. annað en í síðasta þætti. já, og ég sást... í split second! :D hehe. virðist sem svo þó að allir hafi fattað að þetta var ég. ég sem var að vona að enginn hefði séð þetta.
enn er hættan ekki alveg liðin hjá því að einn þáttur enn verður næsta föstudag frá loftleiðum.
Eftir idol fór ég ásamt hildi út í kringlu út á tjaldstæði þar sem Fúsi, Pálmi og Haukur voru að halda upp á afmælin sín saman. Bjór mátti finna í 2 kútum framan af kvöldi, þó svo að þeir hafi tæmst hratt og örugglega. Ekkert prenthæft gerðist nema að Bjössi lögga þurfti að koma og opna klósettið fyrir okkur stelpunum, enda hafði einhver FF (Fúll Frakki) læst sig þar inni þar sem að það voru svo mikil læti í okkur í pissustandinu, hann hafði ákveðið að sofa inni á klósetti þar sem að strákarnir stjökuðu honum út úr salnum ( enda búnir að leigja hann ). Þó svo að hafa útskýrt fyrir honum að kvennaklósettið væri það eina í notkun fyrir alla sem í afmælið komu þá varð hann eitthvað pirr pirr. mín vegna mátti hann nú vera þarna. bara ef við fengjum að pissa! :) 20 stelpur úti að pissa í -3° C... brr..... Afmælið fór vel fram þó svo að ég hafi flúið heim frekar í fyrra fallinu. þetta var farið að fara út í smá rugl á því tímabili og svo var alveg skrambi kallt þarna, enda enginn ofn í húsinu í gangi.
tel mig bara vera góða og sjálfstjórnin fyrsta flokkks! :)

Laugardagurinn var ekki helgaður þynnku og ómögulegheitum vegna sjálfstjórnar minnar kvöldinu áður og gerði ég bílinn minn voða sætann... það tók alveg 3 tíma! púff.... en alveg hreinn... innan sem utan núna! (mikið rosalega var ég viss um að hann myndi örugglega deyja á leiðnni í bæinn eða ég myndi velta honum... fyrst að hann var orðinn svona hreinn)
var komin í bæinn svona rúmlega 8 og fór svo með Jóa frænda út að borða á Ruby Tuesday í fínt salat og svo sótti Árún mig heim og við pilluðumst í afmæli til ÞIngu Bryndísar.
Sveppi kom mér í ruglið þar, og kenni ég honum um allt sem miður fór eftir það :)
ætlaði niðrá Ara að hitta fólkið, nei ég komst aldrei þangað. Hitta fúsa á Celtic Cross og þar hitti hann svo bróður sinn. Vissi ég svo af fólkinu sem var á Ara, og ætlaði að hitta það í staðinn á Gauknu,... nei ég komst heldur aldrei þangað! Einhvernveginn endaði ég á Skímó balli á Nasa... don't ask. en skemmti mér þó bara vel og Svenni og Kalli komu t.d. þangað. Fúsi villtist svo eitthvað á austurvelli og ákvað að koma sér heim eftir það, fékk lykilinn hjá mér og ákvað að crasha í sófanum heima. Sveppi skilaði sér loksins til okkar á Nasa eftir miiiikil ævintýri á leiðinni frá Sólon. Sveppi hittirði færeying einhversstaðar? ég var að frétta það? náðirðu að spjalla eitthvað við hann??? :)
Quiznos varð fyrir valinu, en þá var ég farin að halda á höfðinu undir hendinni á tímabili. fann það þó í trópífernunni og var svo ekkert á því að vilja fara heim! en engu fékk ég um ráðið og keyrðu æðri yfirvöld mig beinustu leið heim... ætli það hafi þó ekki verið best bara ...

sunnudagurinn var lítið slæmur á heilsunni og sótti ég pálma, sjonna og fúsa og fórum við á American style. góð skemmtun þar á ferð! :D
slökun var svo yfirvofandi sem endaði í Bíó í gærkvöldi á Stealth sem var svo bara ekkert slæm og mér leiddist ekki einu sinni!!

iðjuleysingja dagur í dag.is :)
SHARE:

þriðjudagur, 4. október 2005

mikið til í þessu :p

It is good to be a woman...

1. We got off the Titanic first.
2. We can scare male bosses with the mysterious gynecological disorder excuses.
3. Taxis stop for us.
4. We don't look like a frog in a blender when dancing.
5. No fashion faux pas we make, could ever rival the Speedo.
6. We don't have to pass gas to amuse ourselves.
7. If we forget to shave, no one has to know.
8. We can congratulate our teammate without ever touching her rear end.
9. We never have to reach down every so often to make sure our privates are still there.
10. We have the ability to dress ourselves.
11. We can talk to the opposite sex wit hout having to picture them naked.
12. If we marry someone 20 years younger, we are aware that we will look like an idiot.
13. We will never regret piercing our ears.
14. There are times when chocolate really can solve all your problems.
15. We can make comments about how silly men are in their presence because they aren't listening anyway.
SHARE:

mánudagur, 3. október 2005

loksins myndir!

Er loksins loksins loksins búin að afreka það að setja inn myndir frá Hróarskeldu... að hluta til er hægt að segja að töfin hafi orðið vegna þess að síðan var ekki tilbúin en Bjöggi er nú búnn að redda því. að miklu leiti má þó kenna leiti minni um! Þetta tekur nefnilega alveg smá tíma :)

Klikkið hér : Hróarskeldumyndir!

eru ekki alveg allar komnar inn en fyrstu dagarnir eru komnir. fylgist því bara með og það eru ansi margar góðar myndir ekki ennþá komnar inn :)
SHARE:

ég auglýsi eftir....

Hinn fullkomni karlmaður!

-Veit hvernig á að fá þig til að brosa þegar þér líður illa.

-Reynir að finna lyktina af hárinu þínu eða ilmvatninu þínu í laumi.

-Er kannski ekki alltaf sammála en virðir sjálfstæðið þitt.

-Þó hann sé oft mjög upptekinn hefur hann samt tíma fyrir þig.

-Tekur utanum þig svo þér finnist þú örugg.

-Gefur þér hint um að honum langi að kyssa þig .

-Heldur í höndina á þér og lætur þér finnast þú elskuð..

-Segir að þú sért falleg þó hárið þitt sé alveg í rúst.

-Hættir aldrei að fá hugmyndir um hvað þið eigið að gera og fara.

-Hættir aldrei að finna uppá fyndnum bröndurum.

-Er fyndinn en veit alltaf hvenær hann á að vera alvarlegur.

-Finnur út þegar hann er fyndinn að hann eigi að vera alvarlegur.

-Er þolinmóður þegar þú ert alla eilífð að gera þig tilbúna.

-Reynir að fela bangsann sinn þegar þú kemur í heimsókn.

-Hækkar í músikinni þegar hann talar í símanum.

-Slekkur á músikinni þegar þú hringir.

-Horfir oft á þig í og lætur þig fá fiðrildi í magann.

-Gefur þér gjafir þó það sé enginn tilgangur á deginum.

-Gefur þér blóm þó að þetta sé bara blóm sem hann týndi upp á leiðinni til þín.

-Faðmar þig þegar þú ert í vondu skapi og lætur þér líða eins og ekkert hafði gerst.
SHARE:

laugardagur, 1. október 2005

pirr pirr

stundum er það ALLT sem pirrar mig!
þá er best að leggjast bara upp í rúm og horfa á video eða eitthvað sem krefst ekki mannlegra samskipta þar sem að oftast er það eitthvað því tengt sem pirrar mig!

Fór samt í Idol partý í gær til Hildar, þar var mannfjöldi mikill samankominn ásamt "Idolstjörnunni" sem Fannari fannst TILVALIÐ að nefna mig og ég hét ekki annað út kvöldið.
Idolstjarnan varð svo að standa sig í singstar... enginn snillingur ég þar á ferð enda ekki farið í þetta að ráði, rétt sleikti samt undir 10000 stigin í eitt skiptið, svo að frægðarsól idolstjörnunnar hætti ekki að skína í gærkvöldi.
Fúsi og Orri komu svo og fór ég með þeim niðrí bæ. Ég og fúsi fórum þá á pöbbarölt með nýja vini okkar Stroh 60 sem veldur minnisleysi ef maður talar og mikið við hann.

ekkert að segja í kvöld.
ætli ég geri nokkuð nema að fara á Hressó kannski með Hugborgu og Hildi að sjá Frikka spila. annars er ég svo pirr að ég er komin með illt í magann! vona að það lagist, því að satt að segja, þá er ég engum manni bjóðandi í svona skapi!
SHARE:

fimmtudagur, 29. september 2005

er að koma ísöld?!

já mikið rosalega getur verið kalt á morgnana!
Var bara ekkert á því að lifa af leiðina í vinnuna í morgun!

"Kæri Jóli, ef þú getur ekki séð þér fært að gefa Trausta litla hestöfl í jólagjöf... þá væri eigandinn mjög sáttur með rassahitara og fljóthitnandi miðstöð!"

vinnan var fín í dag.
Ætlaði svo aldeilis að rúlla upp boccia keppninni með gamla fólkinu í dagvistinni í dag... tapaði samt snilldarlega.
kenni öllum hinum í liðinu mínu um :D

Var svo að vinna á pítunni í kvöld, rosalega skrítið að koma þangað aftur, og VINNA. fullt af nýju fólki sem ég gat kennt hitt og þetta á eldhúsið, þó svo að ég hafi ekki komið við pönnuna síðan í febrúar!

á morgun er föstudagur

Ætli það sé ekki best að segja öllum sem þekkja mig að horfa á Idol...
ég er nebbla í idol.
jiminn hvað ég gat sleppt því lengi að skrifa um það hér á blogginu! sko mig! kjafta ekki öllu
ég semsagt komst í gegnum 4 niðurskurði.
komst í gegnum forvalsdómnefndina, komst í gegnum aðal dómnefndina.
Mætti svo í salinn í kópavogi fyrir 2 helgum og komst áfram eftir söng án undirleiks og svo aftur um kvöldið þar sem ég hafði sungið sungið stórir hringir með írafári ( 3 lög til að velja úr )
fékk því að gista frítt á Hótel Loftleiðum og sett í hóp með 2 öðrum stelpum, þar sem við áttum að æfa og útsetja lag og flytja morguninn eftir.nóttin fór því ekkert mikið í svefn. en so. þetta var gaman.

Mér svo til mikillar gleði og léttis datt ég út eftir 47 manna úrslitin og komst ekki í 35 manna úrslitin sem verða sýnd beint frá Nasa í smá hópum!
ég sem er að fara til London!!!

rúlla þessu upp seinna. en lífsreynslan fylgir mér.
SHARE:

miðvikudagur, 28. september 2005

náið í vasaklútana!

já, það eru semsagt bara 3 vikur þangað til að ég kveð þetta blessaða land og flyt út til Bretlands. Farið að verða frekar raunverulegt og spennandi, þó svo að þetta var um daginn pínku scary, en það er allt horfið ! :)

Hef haft fullt að gera
Ninna, vinkona mín sem ég kynntist í fyrrasumar á Höfðabrekku og ég hafði platað hana til að koma aftur í sumar.
hún var hérna semsagt alla síðustu viku og höfðum við það svooooo gott! rosalega gott að hafa einhvern hérna heima sem bíður eftir manni og heilsar manni og vill spjalla ivð mann um hvernig dagurinn var í vinnunni hjá þér. og jafnvel búin að baka!
Gæti barasta vanist þessu :) fjandinn hafi það!
Eldaði fyrir hana svaaaaka mat á fimmtudagskvöldið. rosalega gott salat, segi ekki meir! hehe og eftirmat og allt!
hvað haldiði svo að hún hafi gert morguninn eftir!
hún kom inn í herbergi til mín morgurinn eftir með NÝBAKAÐAR PÖNNUKÖKUR, þessi dúlla hafði semsagt vaknað kl 7 til að baka fyrir mig.... I'm in love :D auglýsi eftir einhverjum til að taka við fyrst að hún er farin.
Það sem við gerðum fleira af okkur saman.. var að fara í Baðstofuna í laugum. snilldar staður !
á kaffihús með Alex og Marcel ( þau gistu hérna sun og mán)
í bíó að sjá Broken Flowers... OJ! léééleg mynd!
djamm með svenna og Dodda niðrí bæ eftir smá partý heima hjá Bjögga og ellý. mjög gaman, þó svo að dansgólfið á Hressó hafi verið helst til sveitt.
á Sunnudaginn var ég svo búin að plana óvissuferð.
Svenni var ráðinn sem driver fyrir okkur stöllur og fékk því að njóta ferðarinnar með okkur.
Fyrst lá leið okkar niðrí fjöru fyrir neðan Hafið bláa í pic-nic þar sem við drukkum heitt kakó í kuldanum, nýbakaðar brauðbollur frá ninnu, smákökur og snúða, undir teppi við sjóinn. voða flott!
Fórum svo á Draugasetrið þar sem ég tókst að drepa einn drauginn úr hræðslu, tölum ekki meira um það hér.
Svo var ég búin að panta borð á Fjöruborðinu kl 19 fyrir okkur 3 þar sem við snæddum rooooosalega góðan humar ! mmmmm!!!!
grey gamla fólkið á elló sem þurfti að finna hvítlaukslyktina! :D
Doddi kom svo heim og við horfðum á BeCool. Ninna fór svo daginn eftir til DK :( en við eigum eftir að vera í bandi í framtíðinni og vonandi hittast !
skemmtileg stelpa

En ég hef verið klukkuð... jei! :D

1. Get verið yfir mig skipulög.... kl þetta geri ég þetta, og klukkan þetta mun ég svo gera þetta. o.s.frv.

2. Finnst rooosalega gaman þegar mér er komið á óvart, þó svo nema að það sé ekki nema með eplasvala með slaufu! :D

3. get alveg lifað í smá drasli... en ekki lengi, fæ samt stundum alveg nóg!!

4. er alltaf með hugmyndir í hausnum til að skemmta öðrum og gera fyrir aðra, stundum vantar mig fólk eða manneskju til að deila því með, því get ég stundum virkað sem svolítið einhverf þarsem mér dettur þessvegna alveg í hug að gera þetta bara EIN :D

5. finnst mjög gaman að leika mér í eldhúsinu, er alltaf með eitthvað í skápuum sem ég get notað í hallæri og reddað mér með ef að því kemur! :)

þá er þetta komið! :D
SHARE:

þriðjudagur, 13. september 2005

eitt stutt blog

...búin að fara 2 ferðir að skoða gegt flottan sófa og í bæði skiptin spurt hvort að það væri einhver afgreiðslufrestur. og í bæði skiptin sagt bara "nei, þú kemur bara og kaupir og við skutlum honum svo bara heim til þín"! ok... svo að ég er búin að vera í 2 tíma að taka hinn í sundur og koma niðrí kjallara ALEIN, og skúra og sollis undir sófanum. fer svo niður í betra bak og ætla að kaupa sófann en NEI! þá er hann bara ekkert til og ég þarf að sitja á gólfinu í fjandans 2 VIKUR!
SHARE:
Blog Design Created by pipdig