fimmtudagur, 29. september 2005

er að koma ísöld?!

já mikið rosalega getur verið kalt á morgnana!
Var bara ekkert á því að lifa af leiðina í vinnuna í morgun!

"Kæri Jóli, ef þú getur ekki séð þér fært að gefa Trausta litla hestöfl í jólagjöf... þá væri eigandinn mjög sáttur með rassahitara og fljóthitnandi miðstöð!"

vinnan var fín í dag.
Ætlaði svo aldeilis að rúlla upp boccia keppninni með gamla fólkinu í dagvistinni í dag... tapaði samt snilldarlega.
kenni öllum hinum í liðinu mínu um :D

Var svo að vinna á pítunni í kvöld, rosalega skrítið að koma þangað aftur, og VINNA. fullt af nýju fólki sem ég gat kennt hitt og þetta á eldhúsið, þó svo að ég hafi ekki komið við pönnuna síðan í febrúar!

á morgun er föstudagur

Ætli það sé ekki best að segja öllum sem þekkja mig að horfa á Idol...
ég er nebbla í idol.
jiminn hvað ég gat sleppt því lengi að skrifa um það hér á blogginu! sko mig! kjafta ekki öllu
ég semsagt komst í gegnum 4 niðurskurði.
komst í gegnum forvalsdómnefndina, komst í gegnum aðal dómnefndina.
Mætti svo í salinn í kópavogi fyrir 2 helgum og komst áfram eftir söng án undirleiks og svo aftur um kvöldið þar sem ég hafði sungið sungið stórir hringir með írafári ( 3 lög til að velja úr )
fékk því að gista frítt á Hótel Loftleiðum og sett í hóp með 2 öðrum stelpum, þar sem við áttum að æfa og útsetja lag og flytja morguninn eftir.nóttin fór því ekkert mikið í svefn. en so. þetta var gaman.

Mér svo til mikillar gleði og léttis datt ég út eftir 47 manna úrslitin og komst ekki í 35 manna úrslitin sem verða sýnd beint frá Nasa í smá hópum!
ég sem er að fara til London!!!

rúlla þessu upp seinna. en lífsreynslan fylgir mér.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig