þriðjudagur, 12. febrúar 2008

próflestur

er formlega hafinn og ég er ekki formlega komin í gírinn...
einhvernveginn finnst mér eins og það sé afskaplega stutt síðan ég var síðast í prófum (já, ekki 2 mánuðir!) 
ætla að taka þessa törn með smá hreyfingartörn í leiðinni og fór í spinning í gær og body combat í dag ... hvað ætli það verði á morgun? kannski sund? mmmm.. langt síðan ég hef farið í sund. 
ég sé endalaust eftir að hafa ekki keypt mer vatnshelt box fyrir ipodinn minn þegar það var á útsölu í apple því að það leiðinlega við að synda er að það er ekkert að gerast nema maður reynir að hafa ofan af sér með því að telja ferðirnar og ekki tekst það með góðum árangri. 

sit núna uppí sófa dúðuð i stóran hótel-baðslopp með sængina upp í háls, kveikt á kertum og LES GLÓSUR... there's something wrong with this picture :)SHARE:

2 ummæli

 1. ha er hægt að fara með iPod í sund? vá...ekki það að ég sé mikil sundmanneskja, og má ekki fara í sund á næstunni...jah, eða má ekki fara í heita potta svo what's the point?

  hvaðan stalstu þessum hótel baðslopp?

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus8:14 f.h.

  allt er nú til segi ég bara haha :D

  Bogga

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig