miðvikudagur, 6. febrúar 2008

snjópirringur

Fyrir jól kemst maður í jólafíling yfir að sjá stórar hundslappadrífu-hlussur svífa úr gráa þungbúna himninum sem hleypir sólinni ekkert of oft í gegnum sig þessa dagana.  En.. þegar það er kominn febrúar þá hugsar örugglega flestir... helvítis... þarf að skafa bílinn!!!  já og hinir sem ekki hafa aðgang að bíl sjá fyrir sér blautari fætur en bíleigendurnir sem þó, sleppa ekki við að blotna í slabbinu. 
það má alveg hætta þessum snjó takk.. hann er ekkert jólalegur lengur !!!

Iphone-inn er kominn í fulla virkni núna, þegar ég er búin að flytja 866 xxxx nr til símans (helv$%$&)  þar sem NOVA kort virka ekki í þessari svakalegu græju. (djö$%&/)  Ég er líka fegin að vera ekki að dröslast með 2 síma og geng núna bara með þessa beauty í veskinu
annað í fréttum er að það er árshátíð hjá hjúkkunum á laugardaginn. Hátíðin mikla verður haldin í Lídó salnum á Hallveigarstíg niðrí bæ, maturinn lofar góðu (á prenti allavegana) björgvin frans ætlar að reyna að láta okkur frussa út úr okkur víninu af hlátri (við sjáum annars um það sjálf) og Óli Palli spilar ógleymanleg lög til að dansa við og klára lappirnar þar sem við verðum flestar stelpurnar á skóm sem ekki er löglegt að standa í lengi. en Lúkkið er það sem skiptir!!  Fékk mér smá lit í gráu hárin hjá Hrund í dag og svo þarf bara að brúnka og naglalakka fyrir laugardaginn. Augnhárin eru allavegana komin í skúffuna og bíða þar spennt.


Totally blond?
SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig