miðvikudagur, 27. febrúar 2008

fleiri heilsublogg?

nei andskotinn ég vona að þau verði ekki mikið fleiri.... 37.2 segir hitamælirinn sem samt vanalega segir 36.8 á góðum dögum. Annars líður mér eins og nýslegnum túskildingi :) 3 próf búin, eitt próf eftir, þorraferð er hinu megin við föstuadaginn og allt á góðri leið..
kannski ekki eins og nýslegnum túskildingi, svona þegar ég hugsa mig betur um. en.. mér líður allavegana eins og nýpússuðum tíkalli ! :) svimar og sviti koma við hraðar hreyfingar sem eru ekki innanhúss og annars er ég ofur hress... Þvottavélin er meira að segja búin að finna fyrir hressleikanum og hún vissi varla í hvort áttina hún áttina hún átti að snúa, svo hissa var hún að sjá mig ! en bíðiði bara. ég er búin að hugsa mér að gefa ryksugunni alvarlegt taugaáfall líka :) 

Næringarfræði á föstudaginn :)

túddlílu
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig