mánudagur, 16. október 2006

Helgarrapport

Ég var sumsé í Reykjavíkinni eins og bloggið frá föstudeginum gefur til kynna ☺
Jói frændi kíkti í bæinn um helgina og fórum við því út að borða í hádeginu á laugardaginn og þaðan rúntuðum við að skoða stóóóóra herskipið... það er engin furða að Reykjavík hafi verið full af svörtum mönnum með stórar derhúfur á föstudaginn (ekki skamma mig fyrir stereótýpu flokkunina) þaðan fórum við svo á slóðir annara hermanna, þetta má orða þannig að við fórum í varnarliðssöluna í gamla Blómavalshúsinu.
Þar er skrítinn samfögnuður látinna húsgangna... úffs! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta er krípí.
Einhver hefur ÁTT öll þessi húsgögn... já é veit að það hefur einhver átt húsgögnin í græna hirðinum líka, en þetta er öðruvísi. Þarna eru flest öll húsgögnin aaaaalveg eins, eins og að fólkið hafi allt búið á stofnunum... hlýtur að hafa verið samkeppni milli fjölskyldna að gera sinn eigin stíl úr þessum sömu mublum. Já, en nú liggja þau þarna öll í einni kássu, flokkuð eftir “skápar, hillur, dýnur, sófar “... o.s.frv... allir hillurnar sem eitt sinn voru með styttum fólks og einhverja persónu... líta núna alveg eins út í hrúgunni ásamt öllu hinu... slatti af biblíum eru líka til sölu... hver vill tölvu? Það eru til örugglega 50 turnar þarna (auðvitað búið að taka öll helstu hergögn af þeim ☺ ) ég fann samt spegil þarna inni sem ég væri til í að eiga. Hittum nebbla Soffíu og Svein sveitarstjóra þarna inni í öllu dótinu ☺ segi eins og soffía, þarf bara a ða finna stað fyrir hann!
Restin af laugardeginum fram að mat fór svo alfarið í lærdóm..
Þess vegna fór ég á skrall í gærkvöldi!
Ég fór fyrst til Sveppa í singstar partý þar sem mér gekk alveg mjög mikið misvel... Singstar er enginn mælikvarði á hve vel maður syngur... singstar er samt mjög góður mælikvarði á hve ILLa maður syngur... ég afrekaði samt að fá 9600-og-eitthvað stig! Nú verð ég að æfa mig og hætta ekki fyrr en ég næ 10 þus! ☺
Eftir að hvítvínið var búið ( ég er hætt í sjálfsblekkingu, ég er ekki hætt að drekka!!!! :S ) tölti ég yfir í hinn helming íbúðarblokkarinnar þar sem hlátraskellir vísuðu mér leið að gellupartýi... það partý var á leiðinni á ball á þeim andaða stað Gauk á stöng, sem er ennþá andaður þó svo að það hafi verið ball þar í gær og verður aftur næstu helgi.... hvenær ætli hann rísi upp aftur?
Á Gauknum var það engin önnur hljómsveit að spila en Jet black Joe... löngu önduð og löngu upprisin hljómsveit sem engan svíkur.

Þá er komið að öðru röfli.... íslenskir kvenmenn... jedúddamía.. þær eru algerlega snargeðveikar á djamminu! Ég vona að ég eigi ættir að rekja til Zimbabwe!
Við vorum þarna fremstar í fíling og hinar þarna fyrir aftan ýttu á okkur, klóruðu, tróðu sér. Teygðu hendurnar yfir okkur og ég veit ekki hvað... er svona ÆÐISLEGT að ná að strjúka djásnunum á Páli Rósinkranz? Neeee... hélt ekki... við eiginlega hlógum af þessari geðveiki, en auðvitað orðnar svoldið pirraðar á þessum yfirgangi..
Tók myndir... þær koma brátt...
Endaði kvölið á sólon með Sveppa og Davíð, Davíð reyndar hvarf í skrítnu ástandi og Sveppi labbaði með mér heim með smá stoppi hjá Devítos frænda, hann tók svo leigara héðan og ég skreið upp í rúm og svaaaaaf :D

Helgin var svo enduð ágætlega og vel rúmlega það í mat hjá Palla og Árúnu. Namminamm.. eftirréttur og allt! Ég reyndi að semja um að þetta yrði gert að vikulegum athöfnum en ég er nú alveg til að borga til þess að fá svona gott að borða á hverjum sunnudegi ;)*blikk*

Jæja... óver and out!!! :D
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus7:43 e.h.

    Takk fyrir helgina skvís.... það má ekki líða aftur svona langt á milli þess að við hittumst aftur;-)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig