laugardagur, 21. október 2006

hress ..

já. ég er svona hress af því að ég er búin með helminginn (umþaðbil) sem ég ætlaði að lesa fyrir kvöldið! vúh :D

það lægði loksins í nótt einhverntíman. jimundur minn, rokið sem var hérna i gær.. ! nú er því orðið svakalega haustlegt úti því að öll lauflblöðin (fyrir utan einhver sem virðast hafa límt sig föst með tonnataki) eru farin :(
svooo skrítið... í fyrra var grænt gras allan veturinn úti og laufblöð á mörgum trjám... þó svo að þau hafi flest öll fellt lauf þó. ósanngjarnt :(
það er samt ekki kominn snjór (7-9-13) sem kannski myndi hæfa fyrsta Vetrardegi sem er akkúrat í dag skv íslensku almanaki

á eftir er 100 ára afmæli skólahalds í Vík. Læt sjálfsagt sjá miii þegar það kemur að því að borða stóru kökuna ! :)ehe

lítið að gerast í gær, kíkti bara við út að Vatnsgarðshólum til Þorbjargar og Gunnars og græddi þar ostaveislu og popp sem við átum á milli þess sem ég og Þorbjög giggluðum yfir aulahúmornum i Miss Congeniality 2

var að finna þessar snilldar mynd :)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig