laugardagur, 14. október 2006

föstudagurinn 13.

... var nú ekkert allskostar slæmur! jább... datt ekkert, þó að það hafi munað litlu í eitt skiptið, en það slapp eins og svo oft áður.

en maður á heldur ekkert að fara út að borða á föstudeginum 13. ég hugsaði það einmitt þegar ég og Hildur gengum in á Red Chili...
endaði með 50 mínútna bið...
reyndar eftir 40 mínútna bið sáum við eigandann setja upp "oó, þær eru ekki búnar að fá matinn sinn" svip.
við fengum þá nachos og loforð um góðan afslátt.
maturinn kom svo 10 mín seinna og allt varð gott...

kíktum svo í októberfest og þar var sko stuðið! lúðrasveit og bjórinn flæðandi! einhverjar vísindaferðir höfðu endað ferðina í tjaldinu svo að það voru ansi margir kófdrukknir þarna klukkan 9.

síðar lá ferðin á Hressó þar sem Davíð var með smá partý. gaman þar en var samt komin heim kl 12 og fór snemma að sofa.
sem auðvitað var valdandi að því að ég er búin að læra í 6 tíma í dag... dugleg hah?!

í kvöld er svo förinni heitið í singstarpartý til Sveppa og svo veit ég ekkert hvert planið er !....

aldrei að vita nema að það komi interesting færsla hér á morgun , eða ekki... let's see!! :)

eigiði gott kvöld :)
SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig