föstudagur, 20. október 2006

gott email...

já. alltaf gaman að fá email, svona þó svo að flest emailin sem rata á gmailið mitt séu tengd skólanum og ekkert voðalega spennandi þá fékk ég eitt í dag sem hefur glatt mig SVO mikið að ég get ekki líst því!!!
hérna kemur smá bútur

"Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í dag að verða við ósk hjúkrunarfræðideildar um að auka við þann fjölda nemenda, sem fá rétt til þess að hefja nám á vormisseri 2007 að loknum samkeppnisprófum í desember n.k. Fjölgunin nemur 25 nemendum, þannig að 105 nemendur munu hefja námið á vormisseri."

jei!!
kannski er þetta sjéns eftir allt?
á ég að fara að vona að ég komist inn eftir jól
ég er nebbla búin að búa mig undir það að ég sé ekki að fara í skólann eftir jól og meira að segja hálft í hvort búin að plana hvað ég ætla að gera ÞEGAR ég kemst ekki inn...

kveðja
Ragna vonandi-verðandi-hjúkka
SHARE:

5 ummæli

 1. Nafnlaus9:29 f.h.

  Vá FRÁBÆRT!! Já há þú getur sko alveg farið að fagna því að vera komin inn í hjúkkuna :D

  HEY!!! Þá geturu meira að segja skelt þessu upp í kæruleysi og farið með mér á Magna og húsbandið hahahhaahaha :D

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus4:05 e.h.

  Æi hvað er gaman að heyra þetta... held þú getir alveg farið að fagna bara... :)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus12:10 e.h.

  Ragna Hjúkrunarfræðingur. . .
  Harpa Þöll Hjúkrunarfræðingur. . Sigurbjörg Hjúkrunarfræðingur..
  Rannveig Hjúkrunarfræðingur..

  Hljómar ágætlega sko.. mér finnst ég samt já æji.. veitiggi hvað ég ætla að segja :) haha

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus11:01 e.h.

  Þú ert svo geðveikt dugleg, ég trúi ekki öðru en að þú komist áfram :-)

  SvaraEyða
 5. Þú átt eftir að rúlla þessu :D

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig