laugardagur, 29. júlí 2006

heimferð

Jebb… hvað skal segja?
Það er loksins komið að því að ég era ð flytja heim..
Lá í leti I allan dag enda klárai ég að pakka öllu “draslinu” í gær
Er ennþá að furða mig yfir því hvernig í ÓSKÖPUNUM ég fór að því að sanka af mér þessu dóti...
Ég er hirðinigi, í þeirri meiningu að ég HIRÐI hluti!
Reddaði kössunum mínum ansi vel og þægilega heim!
Voru sóttir til mín og allt í dag. Eitt vandamál því leyst, enda var stóri stóri kassinn, tjah, svoldið stór, enda í honum heill bangsi (já STÓRI bangsinn! Vúff)
Það kostaði bara 96 pund að senda þessi 37 kg (reyndar eiga eftir að bætast við einhver aukagjöld á þá á íslandi, en ég á allavegana að hafa samband við TVG simsen... það verður vonandi ekki mikið sjokk
Án EFA ekki jafn mikið sjokk og ég fékk áðan þegar ég var að tékka mig inn... fæ alveg í magann við tilhugsunina!
Ég tékkaði semsagt inn stærri töskuna og mátti ekki tékka inn gítarinn, fjárinn, þurfti því að burðast með þennan no good gítar í flugstöðinni! Ásamt tölvutösku og veski (sem jú var í allra stærstu stærð og yfirfullt af óþarfa enda ætlaði ég sko aldeilis aðs sleppa við yfirvigt!)
Því miður vorum við ein af þeim síðustu að tjékka okkur inn... og sá því kerlingarbeyglan mig þegar ég skrölti í burtu með búslóðina í eftirdragi ásamt því sem ég var búin að hengja á axlirnar (þuuuuungt!)
þá heyrist í beyglunnni (kerlingarbeyglunni) excuse me miss... how many bags do u have? Óbojóboj.. nú vissi ég að ég var komin í vandræði, enda slapp ég við að borga yfirvigt af stóru töskunni sem var 6 kg of þung... semsagt 26 kíló.
Beyglan skipað mér að tjékka inn flugfreyjutöskuna og var hún 9.9 kg sem hún vippaði upp í 10 kg þegar að kom að fara að reikna yfirvigtina sem beið mín... semsagt 16 kg yfirvigt. Ég skildi náttla ekkert í þessu og opnaði augun bara meira með gapandi undrunarsvip á andlitinu! (hóst)
Konan fór þá að reikna og sagði, “99 pounds” ég vonaði heitt og innilega ða hún ætlaði svo að fara að tala um eitthvað annað en gjaldmiðilinn “pounds” en óneiónei...
99 pund kostaði yfirvigtin mín og svitnaði ég ALL HRESSILEGA við það,...

framhald aðeins síðar... (er að skrifa þetta í fluginu)
...allt endaði vel.. ég er komin heim, skrifa meira seinna

það er þráðlaust net hérna í vík
veeeei :p

verst að það er ekkert net í rvk...
what to do, what to do?????
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig