sunnudagur, 9. júlí 2006

....sunnudagur

.... jáh, enginn þunnurdagur!!

er ennþá hálfgerður aumingi, hitinn fór reyndar í gær, loksins en hrista-fjöll-og-vekja-risa-hóstinn minn er ennþá til staðar og ég er ekkert að verða betri af honum!
var vakandi frá 3-hálf 6 í morgun vegna hans. jakk. eeeeen. svaf alveg til hálf 12 í staðinn svo að ég er nú svosem alveg útsofin :)

urgh, ég er farin að dreyma það aðra hverja nótt að flytja heim. Það er ekkert svo neikvætt :) en þessi draumalandsferðalög mín eru full af vandræðum og veseni.
ætla bara að vona að sú verði ekki raunin þegar ég svo loksins flyt.

Var heima að passa í gær.
Ég og Maddie fórum út á Blockbuster og leigðum Mary Poppins, þessi mynd verður bara betri ef eitthvað er þegar maður er orðinn eldri. hafði ekki séð hana alveg rosalega lengi.
horfði svo líka á Walk the line og í dag er markmiðið sett á Brokeback Mountain í dag, má ekki glemya að það verður sjálfsagt við undirleik ógeðslegra hóstakasta.
Mary Ellen finnur svo til með mér, meikar ekki að heyra þennan hósta.

jæja, ætla í sturtu.
bæbbs

xxx
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig