þriðjudagur, 25. júlí 2006

hvað skal segja...... ennþá eru tilfinningar mínar ansi tregablandnar. :/

ég vil eiginlega ekkert fara heim strax
hvernig gátu 9 mánuðir horfið svona hratt??!

síðasta vikan mín er þó búin að vera ansi fín framan af!

í gær fór ég með krökkunum í golf.
ég er enginn snilldargolfari. en ég fer nú ekkert versnandi... thank god!
krakkarnir voru í einkatímum. af hverju fór ég ekki og fylgdist með??? oooh
sein að fatta!
á meðan var ég í básnum mínum í æsispennandi stigakeppni...
tæknivæddar þessar kúlur, vissu alltaf hvar hún lenti og mar fékk stig eftir því. sniugt ha!?
á meðan ég var að setja met hægri og vinstri í háu (lágu) skori hafði ég samt mestar áhyggjur af hræðilega myndarlegu gaurunum i næsta bás og hvort þeir sæju nokkuð vindhöggin mín ! :(

í dag fóru krakkarnir aftur í tennis camp ( eins og í gær), til hálf 1 ( eins og í gær) og eftir það brunaði ég sem leið lá í gegnum nokkra bæi á Garsons farm, sem er risa svæði með grænmeti og ávöxtum í allar áttir...
þar má mar tína sjálfur!!! vúbbí
við vorum því með rauða munna (já urðum að smakka aaaaaðeins) og rauðar hendur því að það sem við tíndum voru 1 box af brómberjum (raspberries), blackberries (hvað er það nú ftur á íslensku?) og svo 2 box af jarðaberjum.
mjög gaman...
tíndum svo okkur 5 stóra maísstöngla... já mér leið eins og í einhverri geimverumynd að labba í göngunum á milli plantnanna... var það ekki í ET?
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig