þriðjudagur, 4. júlí 2006

geimveran mín...

undir kvöld læddist inn til mín lítil geimvera... með fálmara og henni var voða heitt eins og mér, við erum núna bestu vinir og kælum okkur saman..

nánar um það síðar.

fékk sólsting... eða Sunstroke... OJ! mæli ekki með því, alger aumingjaháttur með það ógeð.
too much sun I guess,,, huh!!

fór í dag á bodies the Exhibition með Erlu (ungfrú líka veikri) og Brynju.
allar eigum við það sameiginlegt að vera að fara að læra hjúkrun í haust ( já, okkur datt þetta öllum SJÁLFAR Í HUG!)
alvöru lík, tekin í sundur og allt sýnt nákvæmlega eins og það er!!!
smá upphitun fyrir anatómíu dauðans sem mér skilst að bíði okkar!

Anna María, stelpan sem ætlaði að koma og vera hérna au pair rétt hjá, er farin aftur :( gafst upp á fólkinu... það er alveg greinilegt að manneskjan er þannig að sumir passa einfaldlega ekki saman þó að báðir aðilar séu fullkomlega eðlilegir og allt það. þess vegna eru ekki allir vinir, og maður getur sorterað út þá sem maður fílar og ekki...

hver er búinn að spá eitthvað í HVAÐA GEIMVERU ER RAGNA EIGINLEGA AÐ TALA UM???!
leyfið mér að kynna....

LOFTKÆLINGU!!!!!!

,,,,,,mmmm.... vonandi fullur svefn í nótt!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig