föstudagur, 7. júlí 2006

vælublogg....


já, það kom að því ða ég yrði veik! vúbbí dú!

búin að vera MJÖG skrítin alla vikuna, ringluð, með svima og dofa í höndunum, ljótan hósta, eirðarleysi og allt fram eftir götunum..
hélt bara að þetta væri eftirköstin eftir sólstinginn þó svo ða þetta væri farið að vera meira en lítið skrítið.
gafst því upp í gær eftir 4. daginn í ógeði og keypti mér munnhitamæli.
já, mín með 38.5 °C skemmtilegt huh!

er örugglega með einhvern vírus þá í þokkabót, Erla lá líka alla síðustu helgi
.

sjáiði samt hvað ég er sniðug, ég fattaði ekkert að ég væri veik... döh...
búin að fara með krakkana í skólann, út að labba með hundinn, passa og fara í sund og alles.. þó svo að öll eftirköstin hafi verið svitakast og mók.

ég varð því ða fresta ferðinni með krakkana í Chessington adventure park sem ég ætlaði að fara í dag. Grey Maddy svaka leið ... en ég held að ég eigi bara að taka því rólega núna þessa helgina og reyna að losna við þetta, enda ástandið eins í dag og alla daga í þessari viku, sem gerir þetta 5. daginn! er samt með minni hita á morgnana sé ég núna með hitamælinum mínum :D en það passar alveg, hef alltaf verið eiturhress á morgnana og svo hefur það bara farið versnandi upp úr 9.

það er ekki beint skemmtilegt að vera veikur í svona veðri!!! reyndar búið að vera bærilegt í dag og í gær, skýjað og 22 stiga hiti...

xxx
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig