mánudagur, 3. júlí 2006

eniga meniga...

smá peningablogg hér á ferð.

um daginn, eins og ég skrifaði hér á síðunni, keypti Rory 50 tommu flatskjá sem prýðir stofuvegginn eins og sjá má r

um daginn kom einnig maður til að draga nýja snúru niður af þaki til þess að geta skipt auðveldara milli háskerpu og skyboxins...

um daginn kom svo annar maður og stillti upp nýrri fjarstýringu..?
hverjir hugsa núna STILLA UPP fjarstýringu, rétt upp hend!
allavegana, þetta er engin smá fjarstýring. Hún er með snertiskjá, og flottri grafík. . .
virðist vera svaka flókin en er það í rauninni ekki...
þar sem sjónvarpið er ekki með hátalara þarf heimabíókerfi sem þarf að stilla eftir því á hvað þú ert að horfa, svo þarf að stilla skyboxið um stöðvar, eða HD boxið... úff.. margar fjarstýringar, fyrir utan það að allt þetta dót er handan við hornið, hliðina á arininum og því þurfti maður alltaf a ðstanda upp til að skipta um stöð. já...
þessi maður setti semsagt upp þessa líka fínu fjarstýringu, ásamt fjarstýringar skynjara sem hann setti á sjónvarpið, núna ýtir maður því á " systems on - velur hvað maður vill gera... watch HD, watch SKY, watch DVD, listen to radio, listen to ipod" og fjarstýringin sér um að kveikja á öllu réttu í réttri tónhæð... sé maðu bara að hlusta á tónlist þá kveiknar t.d. bara á heimabíóinu og dvd tækinu og engu öðru..

og nú smá annað...
hvað ætli svona aula fjarstýring kosti???
já!!! hún kostar heilan 90 þús kall!!! my nevo ... check out!

já, þetta er ekki allt búið enn!!!

á föstudaginn keypti Mary Ellen sér splunku, flunku nýjan Lotus !!!! Titanium Storm litaðan, hérna sjáiði mynd af alveg eins bíl, tek mynd af okkar bíl seinna....

hér eru því til 4 bílar á heimilinu!!!
einn 7 manna, einn clio, einn punto og einn Lotus... ég skal sko segja ykkur það!

mig langar samt helvíti mikið til að taka þennan sæta flotta lotus með mér heim!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig