er alveg ótrúleg.... er með 4 riisa brunasár á handleggjunum, rek þá allaf í eitthvað alveg brennandi heitt (helst ekki undir 200°C) ég hef semsagt ákveðið að ganga í peysu út vikuna og ´sjá til hvort að það sé ekki til varnar fleiri brunasárum og þar af leiðandi fleiri örum sem er nú ekki á bætandi eins og staðan er núna...
Var alveg heil lengi í gærkveldi að búa til póst til að senda konunni í Glugganum svo að ég geti komið fram sem matgæðingur vikunnar þessa viku. Sendi rosa góðar uppskriftir þó svo að ég hafi verið að velta mér mikið fyrir hvað ég á að senda, ætlaði allaf að senda eitthverja mataruppskrift en ákvað ða enda með eitthvað sætt og voða voða voða gott. Það kannast örugglega einhverjir við þetta ef þið lesið Gluggann. Varð líka að taka af mér mynd..
ÞAð var nú lítið mál en þegar ég fór að taka myndirnar náði ég að taka einhverjar nokkrar eðlilegar og svo bara einhverjar grettu og skrípamyndir því að brosa og vera venjuleg var eitthvað svo allt og erfitt til lengdar :) Barði hausnum samt í í gær þegar þessar venjulegu myndir voru allar hundlélegar. :/
Er Akkúrat núna að downloada myndum á síðuna sem eru úr ammilinu hjá Guðna síðan á laugardaginn.
Veit ekki hvort ða það tekst....
Rosalegt að heyra um þennan sem bara DÓ inn við Hrafntinnusker! ÞAð er ekkert grín!
Erlendur ferðamaður, sem leitað var að í gær, fannst látinn um eittleytið í nótt, samkvæmt upplýsingum lögreglu á Hvolsvelli. Maðurinn hafði lagt af stað frá Landmannalaugum og villst af leið. Þegar hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan fimm í gærdag vissi hann ekki hvar hann var staddur, nema að hann var sunnan við Landmannalaugar og var þá villtur og kaldur. Símasamband er slæmt á þessum slóðum en ljóst var að maðurinn var í töluverðum vandræðum en nokkuð erfilega gekk að skilja hann vegna tungumálaerfileika.
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru þegar kallaðar út, en um 70 manns á 12 jeppum leituðu að manninum. Maðurinn, sem var á þrítugsaldri, fannst á gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þjóðerni ferðamannsins lá ekki fyrir. Ekki fengust nánari upplýsingar frá lögreglu, en rannsókn málsins stendur yfir.
Mikið rosalega getur þetta land verið misskunnarlaust.
Mamma og pabbi eru komin heim aftur úr sumarfríinu og home alone fílingurinn með öllu horfinn...
Held að ég taki ekki út frídaginn minn sem ég á á miðvikudaginn heldur færi hann yfir á föstudag, þá get ég kíkt við á Humarhátið á Höfn sem ég fór á í fyrra líka og á endalaust margar góðar minningar af! Jón Hringir í mig á hverjum degi með áróðursherferð um að é gVERÐI að koma á Humarhátíð, verst hvað það er auðvelt að tala mig til.
Willi er í fríi í dag og ég og Carina sjáum því um 74 manna hóp aaaaleinar! :) duglegar stelpurnar, eitraði fyrir staffinu í hádeginu með ofnbökuðu pasta í tómatsósu sem ég mallaði saman og stefni ótrauð á pizzu í kvöldmatinn. Mar verður nú að spilla liðinu með sukkmat þegar kokkurinn er í fríi er það ekki???
Jæja mér sýnist það vera ða takast að setja myndirnar inn
þangað til næst....
Bæbbz
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)