miðvikudagur, 9. júní 2004

góðan dag... ég er sona að libbna við

Í gær hittumst við nokkur (svona um 12-15 stk) hérna á pallinum heima rétt fyrir 12 með bjór í hönd og snakk í hinni og sátum við arineld langt frameftir....
Og þið sem haldið það, þá svona til að taka það sérstaklega fram þá var ekkert fyllerí! :)
Voða kósí allt saman og skemmtum okkur mjög vel..
Grey pabbi er samt núna að flísaleggja stéttina svo að mamma geti fengið eitthvða meira til að skúra :)))) Pallurinn fer bráðum að eiga heima í einhverju blaði með þessu áframhaldi...
Annars er voða lítið að frétta hjá mér.
Bara vinna vinna vinna vinna
sem er ekkert til að kvarta yfir. Er alls ekki að sjá eftir að hafa valið þýsku sem 3. tungumál í framhaldsskóla því að um helmingur hópanna sem við fáum á Höfðabrekku eru þýsk gamalmenni sem tala baaara þýsku og líta á mann með forundran ef maður missir út úr sér ensku heitin á matnum sem er á hlaðborðinu. Samt líka kostur að hafa þýskan kokk sem maður getur ýtt fram ef maður strandar alveg einhversstaðar. Verra er það með frakkana og ítalana. Þá látum við okkur bæði hverfa!
Ætla að skreppa aðeins í bæinn á flöskudaginn en stoppa þar nú stutt því að ég áætla að vera byrjuð að vinna kl 3 aftur um daginn. Vona að Trausti litli standist undir þessu ábyrgðarstarfi að koma mér á milli staða...
Fyrir þá sem ekki vita þá er hið árlega hestamannaball um helgina hér á laugardaginn og þetta árið verður það ekki papaball heldur Sniglaball sem er alls ekkert verra því að sniglabandið er skipað einhverjum mestu tónlistarsnillingum á landinu.
Svo munu stíga á stokk í hléinu Fritz von Blitz....
í fyrsta sinn á minni sumarvinnuæfi (Þar sem ég er með einhverja helgarvinnu) þá er ég í fríi á sunnudaginn, daginn eftir ballið.
Síðustu, jah, allavegana 3 ár hef ég alltaf verið að vinna daginn eftir svo að djammið ekkert verið neitt langlíft.
Nú skal ég vaka og fara síðust heim enda í fríi á sunnudaginn og ég á sko inni vöku-kvóta fyrir þetta sérstaka ball.
Kokkurinn er ekki ennþá fundin samt sem áður... :p
Jæja...
Koddinn freistar enda vinna í fyrramálið og stór hópur
hey já.
Var einhver kanadískur hópur í kvöld.
Einhver kellan átti þar ammili svo að ég bakaði fyrir hana fyrr um daginn RIIIIHIIIISA súkkulaðiköku sem ég skreytti með súkkulaðikremi og skrifaði síðan á og skreytti með bleiku smjörkremi.
Lá við að ég hefði drepið sykursjúku starfsmenn hótelsins þegar þeir smökkuðu á restunum.
en
sjáumst...
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig