miðvikudagur, 2. júní 2004

Aloha :)

Jæja, stuttur dagur í dag.
Eldaði einher ósköp af pasta fyrir staffið í dag, held að enginn hafi hlotið af því matareitrun. Eldri portugalinn var alveg voða hrifinn.
Allir þarna eitthvða hissa á því að ég hefði eldað þetta. Voða fyndið samt hvernig það er að tala við hann.
hann talar bara portúgölsku og horfir bara á mann eins og maður eigi að skilja allt. Sem betur fer er samt einhver annar portúgali sem enn sem komið er hefur alltaf verið viðstaddur svona móment þegar ég skil Eeeekkkert hvað hann er að segja svo að ég lít bara á hann skelfingaraugum og hann snarar þessu yfir á portúg-ensku.

Anyway.

Hafði svosem ekkert að gera í dag svo að ég eldaði mína margfrægu pizzu fyrir heimilisfólkið.
Eftir það var ég óstöðvandi og eftir einn klemmdan putta, einn brenndan putta með blöðru, einn skurð á einum putta (gekk voða mikið á sko ;) ) hafði flogið út úr ofninum á 2 tímum :

Toll house , amerískar smákökur (þessar hálfhráu eins og í Subway)
Súkkulaðikaka
og
heit rabbabarakaka (svaaaka djúsí)


rabbabbabbabbabbarakökuna borðuðum við fjölskyldan svo með íslenskum emmess ís. MMMMMmmmmm

Er hálf sorgmædd núna.
klippti neglurnar
já hlæiði bara!!!
Þær voru voða voða voða langar og flottar, og hentuðu vel í atvinnuleysinu. Kannski ekki alveg í nýju vinnunnni þar sem ég er umkringd úteldingum og hnífum
Svo að þær fuku
Jarðaför fór fram í kyrrþey

Issjúið núna er það að ég nenni EKKKI að setja kremið á kökuna.
Vissi að dugnaðurinn myndi ekki endast kvöldið :)
Kenni rabbabbabbabbabbbabbarakökunni um spillinguna

Sjáumst!!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig