þriðjudagur, 15. júní 2004

ATHUGIÐ!!!!

Fritz von Blitz mun spila á hestamannaballinu á klaustri þann 19. júní næstkomandi eftir að hin skemmtilega og fræga norðlenska hljómsveit Von er búin að hita vel upp fyrir okkur.
Vona til að sjá ykkur sem allra flest og er stefnan tekin á tjaldferð í tilefni þessrar löngu vegalengdar á Klaustur. Heimkoma er á sunnudag.

Urg. Fór í sólbað í dag og málaði bæinn rauðan! án gríns
Vorum svo voða dugleg í vinnunni í dag að pásan vartekin kl hálf 1 til 4 og í þessu dýrindisveðri ákvað ragna að fara í sólbað. Læddist bak við hús með teppi, kodda og sæng og ætlaði aldeilis að verða brún á þessum tíma. en svo fór það auðvitað á endandum að hún gat hvurgi legið kjur og stökk því inn og sótti sér naglalakk til að nagla á sér lekkurnar. ekkert slæm hugmynd. slæma hugmyndin var kannski sú að velja ELDrautt naglalakk...! Því að þegar ragna stökk inn til ða hefja vinnu aftur rétt fyrir 4 missir hún naglalakkið á flísarnar og SPLATZ!!! Naglalakk og glerbrot í ALLAR áttir....já, rautt naglalakk á flísunum. Þá var það bara að fórna naglalakkaleysinum og þrífa. jemundur minn. þetta var ekkert grín :) Verð örugglega með rauðar doppur á löppunum þangað til í næstu viku :)
Annars er það að frétta að allir fá frí eftir hádegi á Höfðabrekku á morgun (við í eldhúsinu reyndar frí allan daginn) þar sem að það á að fara með starfsmennina í óvissuferð!! Jibbí jei
Veit reyndar hvað á að gera..... en uzzzz. (Við Willi þurftum náttla að gera matinn! :) )
Segi frá öllu seinna.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig