mánudagur, 5. júlí 2004

Humarhátíð

Jæja, eins og nokkrir vita þá skrapp ég á Humarhátíð á Höfn um helgina og stefnt á stanslaust stuð.
(Myndir komnar)
Var Jón eiginlega hálft í hvoru búinn að plata mig út í þetta og ég var ekki að fara með neinum sérstökum. ég læt sko enga aumingja sem nenna ekki að skemmta sér við að gera eitthvað annað en að horfa á! stöð 2 stoppa mig í að gera eitthvað skemmtilegt :) og hana nú! það er nefnilega eiginlega staðreynd að ég verð bráðum gömul og ætla ekki að fara að sjá eftir einhverri leti sem ég hefði stundað á unglingsárum.

Allavegna... var í fríi á föstudegi og laugadegi svo að eftir mikla snúninga og vesen tókst mér lokst að leggja af stað frá vík rúmlega 4. Stoppaði ég svo heima hjá Jóni til að taka með tjaldið hans sem ég ætlaði að fá lánað ef ég þyrfti á endanum að tjalda, en ég var svona eiginlega að reyna að vona að ég myndi sleppa við það helvíti, svo er líka ekkert gaman að sofa einn í tjaldi. Með þessu fornláta tjaldi fylgdu leiðbeiningarnar " sko ef þú tjaldar því, þá tekur þú það ekki niður, heldur BRENNIR það!" Það á víst að vera eitthvað myglað :)

tæplega 7 var ég komin á Höfn og verð ég eila að segja það að mér finnst ANSI mjög leiðinlegt að keyra yfir alla þessa helvítis sanda!!! Jón var vitaskuld ekki í móttökunefndinni heldur var hann liggjandi undir einhverri druslu eins og venjulega!! :) Bílskrjóð í því samhengi... Sem átti að skella vél í (bíllinn að detta í sundur samt) til að taka þátt á í Burn-out keppni á laugardeginum
Gekk ég því þarna í hringi á staðnum á meðan ég hugsaði um hvað ég ætti til bragðs að taka fyrst að Enginn sem ég þekkti var kominn og Helga og Ægir ásamt einhverjum djammfélögum ennþá á leiðinni og því ... ókomin. :p Jón benti mér þá á það að Magga Rán var komin og einhverjir á klaustri með henni. ÞEssir einhverjir voru svo Birkir, Jóna Hulda og Harpa. Mamma Möggu Rutar var´búin að leigja þarna á svæðinu eitthvað dúkkuhús sem þau öll ætluðu að gista í auk Auðar frænku og Helgu. Þau voru svo indisleg að leyfa mér að "crasha" í stofunni/Andyrinu/Eldhúsinu/forstofunni svo að íkveikja á tjaldi datt upp fyrir, þessa helgina allavegana.

Þegar ég var búin að koma draslinu inn var tekinn rúnturinn niðrí bæ og tékkað á stemmingunni. Ég og Jóna byrjuðum auðvitað á áð týna öllu liðinu sem við fórum með niðrá höfn eins og skot og fórum því bara og stálumst til að kaupa Candy-floss (minnir mann bara á tívolíið í Hveragerði! ) Eftir nokkurt labb og ágæta skemmtun fremst við sviðið ásamt öllum undir 10 ára á svæðinu að hlusta á Felixx Bergsson fundum við liðið. Þá var Birkir búinn að eyða um 20 mínútum við að velja sér einhver sólgleraugu . . . svo er talað að við kvenmennirnir séum lengi að ákveða okkur! :) Þegar við vorum líka búin að máta nokkur gleraugu var kominn bjórfílingur í liðið og hröð spor tekin á leiðinni heim!
Víkurkrakkarnir voru líka komnir og farnir að leita sér að tjaldstæði, sem var svo á endanum uppi í skógi einhversstaðar í voða "Cozy" fílíng. Veit reyndar ekki hvort að þetta hafi verið eitthvað voðalega slétt :))) Í staðinn fyrir að hanga með þessu liði fór ég í smá göngutúr til að gera tjékk á hve vel Helga og Ægir höfðu tjaldað upp fallega litaða tjaldvagninum. Helga taldi 3 hæla vera nóg til að festa hann, það gerði varla þaaað vont veður :)
Með þeim voru svo einhverjir Fáskrúðsfirðingar í alsherjar djammstuði, þau Gunni, Arna og Óli. Mikið gat maður hlegið af þeim öllum og þegar bjórinn virtist vera kominn ágætlega ofan í liðið og Óli og Gunni búnir að hampa Coleman stólunum sínum með MARMARAborðinu nóg (sem þeir keyptu þegar þeir voru sendir í þann leiðangur að kaupa gaskút!!) Planið var að fara á Víkina þar sem hljómsveitin Parket var að spila en þegar að var komið voru 3 inni og allir örugglega í fjöldskyldu söngvarans. Staujuðum við því frekar niðrá Höfn og fórum á Pakkhúsið þar sem einhverjir snillingar voru að spila og lækkuðum við meðalaldurinn talsvert með að koma þarna inn. Vorum við þar inni í smá stund en fengum okkur svo Humarsúpu í millitíðinni mmmmm, góóóóð!

(Nenni ekki að hanga inni í þessu góða veðri takk!!)
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig