Skemmtileg tilbreyting frá snúðum þó svo að það sé vissulega hægt að gera venjulega snúða úr þessari uppskrift.
Sunnudagur, sól og gott veður.... Þá langar mig oft að gera eitthvað gott og ferskt með kaffinu Í dag var þannig dagur |
Deig
500 gr hveiti
50 gr sykur
1 pakki ger
1 egg
240 gr mjólk
55 gr mjúkt smjör
Fylling
155 gr jarðarber
25 gr sykur
1,5 tsk möndludropar frá Kötlu
40 gr smjör
130 gr jarðaberjasulta
40 gr brætt smjör
Glassúr
20 gr smjör (brætt)
25 gr jarðaberjasulta
30 gr mjólk
1/2 tsk möndludropar frá Kötlu
160 gr flórsykur
(ef vill, örlítill bleikur matarlitur)
möndluflögur til skreytingar
Aðferð:
-Setjið öll þurrefnin saman í hrærivélaskál, hitið mjólkina svo hún sé volg og setjið hana ásamt eggi og mjúku smjörinu og hnoðið deigið saman á miðlungs hraða í 5-8 mínútur.
-Látið deigið lyfta sér í 40 mín
-Á meðan deigið lyftir sér, gerið þá fyllinguna með því að saxa niður jarðarber og hræra saman við þau 25 gr sykur og 1,5 tsk möndludropa
-Þegar deigið hefur lyft sér er það flatt út í ferhyrning á hveitistráðu borði. Því næst er það penslað með bræddu smjöri (restina af smjörinu notið þið þegar hringurinn er kominn útúr ofninum svo ekki henda afganginum).
-Hellið safanum af jarðarberjunum útí jarðaberjasultuna og hrærið vel saman. Smyrjið þeirri blöndu yfir smjörið (skiljið eftir auða brún), raðið svo jarðaberjabitunum jafnt yfir sultuna
-Rúllið deiginu upp frá langhliðinni eins og þegar snúðar eru gerðir
-Skerið lengjuna í helminga, langsum með lengjunni með beittum hníf, vefjið endunum saman út frá miðjunni og festið saman þannig að snúningurinn myndi hring.
-Látið hefast í 20 mínútur og bakið svo við 180°C (blástur) í 40 mínútur eða þar til orðið karamellubrúnt
-Leyfið að kólna áður en glassúrinn er settur á, penslið yfir restinni af smjörinu á meðan hringurinn er heitur.
-Glassúrinn er gerður á þann hátt að öllu er blandað saman í skál og hrært saman. Sett yfir með skeið og hve mikið fer alveg eftir hvað hverjum einum finnst vera hæfilegt magn af glassúr :)
Öllu blandað saman í hrærivélaskál og svo unnið saman á hægum hraða í 5-8 mínútur |
Deigið látið hefast í 40 mínútur |
40 míntútum síðar, búið að tvöfaldast |
Flatt út og penslað með smjöri |
Smyrjið jarðaberjafyllingunni |
Rúllið upp eins og þegar gerðir eru snúðar |
Skerið deigið í gegn langsum og snúið endunum saman, vinnið út frá miðjunni |
Mótið deigið í hring á pappírsklæddri plötu |
Það er næstum því freistandi að fá sér sneið áður en þetta er bakað :) |
Glassúr |
Enjoy
xxx
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)