sunnudagur, 10. maí 2020

Hnetusmjörskökur með súkkulaðiperlum


Mig gæti hafa langað til að kalla þetta smákökur en þetta eru alls engar smákökur :) 
þetta eru stórir, djúsí, seigir, sætir hlemmar með stökkri skorpu. Já, alls engar smákökur ;) 

Vissulega mætti gera kökurnar minni, það er lítið mál og þarf þá bara að styttta bökunartíma í samræmi við það. 

Hugmyndin er samt hinsvegar að þetta séu kökur sem svipar til stóru djúsí kakanna á kaffihúsum og það er þess vegna engin tilviljun að þessar kökur bragðist dásamlega með heitum kaffibolla, kakóbolla eða stóru glasi af mjólk! :) 

Það er ótrúlega margt gott sem byrjar á smjöri og sykri ;) 

Og fátt sem verður ekki aðeins betra með smá hnetusmjöri 




Hér gerast töfrarnir með smá súkkulaði í sykurskel :) 



Risa kökur, mjúk og seig miðja... namm 






Uppskrift 

Gerir 18 stórar kökur 

(ath að einn bolli er 250 ml) 

1 bolli púðursykur 
1/2 bolli sykur 
220 gr lint smjör  
2 egg 
1 bolli hnetusmjör 
2 tsk vanillu extract/vanilludropar 
2.5 bollar hafrar 
1.5 bollar hveiti 
1/2 tsk salt 
t tsk matarsódi
2 pokar Nóa Síríus súkkulaðiperlur/2 bollar M&M eða Smarties 

Aðferð

-Þeytið saman púðursykur, sykur og smjör með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan lýsist aðeins 
-Bætið við eggjunum einu og einu við og þeytið aðeins á milli (þarf ekki að þeyta mikið) 
-Hrærið hnetusmjöri og vanilluextraxt saman við svo það sé alveg blandað samanvið
-Hrærið þurrefnunum samanvið þar til blandað og að lokum bætið þið við súkkulaðiperlunum (rétt svo að það blandist saman) 
-Setjið deigið á bökunarpappírsklæddar plötur með 2 skeiðum, miðið við golfkúlu að stærð og setjið ekki fleiri en 6 kökur á hverja plötu þar sem þær renna mikið út. 
-Bakið við 180°C gráður í 15-18 mínútur á blæstri. Ath að kökurnar geta virst vera hráar þegar þið takið þær út en þær munu setjast og verða tilbúnar þegar þær kólna. Reynið þó að miða við að brúnirnar hafi tekið karamellulit. 
-stráið smá sjávarsalti yfir þegar þær koma úr ofninum 


Ath:
-Þetta er stór uppskrift, kökurnar geymast samt vel í lokuðu boxi í allt að 4-5 daga.
-Það er auðvelt að helminga þessa uppskrift. Endilega gerið það ef þið viljið ekki alveg 18 stk af stórum kökum :) 
-Þó það sé eflaust freistandi að borða þessar kökur volgar þá eru þær bestar þegar þær hafa kólnað aðeins. 
-psst. það þarf alls ekki salt yfir þegar þær koma út. 
-Það er hægt að nota grófsaxað súkkulaði í staðinn fyrir súkkulaðiperlurnar 





SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig