föstudagur, 22. nóvember 2019

Skinkuhorn





Ég get lofað ykkur að þetta eru mýkstu skinkuhorn sem þið munuð nokkurn tíman smakka. Tvöföld hefun gerir extra trikkið og salt ofaná í lokin er punkturinn yfir i-ið.


Skinkuhornin er tilvalið að gera og geyma í frysti fyrir skólanesti eða til að eiga og grípa í. 


Uppskrift:
gerir 36 stk 

2 dl volgt vatn
1 bréf þurrger
1 tsk sykur

1 tsk salt
2 msk olía
6 dl hveiti

Fylling
hálf askja skinkusmurostur 
6-8 sneiðar af reyktri skinku 
1 hvítlauksgeiri (lítill) 
smá svartur pipar 
ítalskt krydd 

Aðferð:-Setjið volgt vatn, ger og sykur í skál og látið standa í 10 mín eða þar til gerið fer aðeins að freyða. Bætið restinni af innihaldsefnum saman við og hnoðið þar til deigið er slétt. Ég mæli með að gera það með deigkrók í hrærivél og hnoða það í 5 mínútur á litlum hraða.
-Látið deigið lyfta sér í 40 mínútur undir viskastykki á borði.-Sláið deigið niður, skiptið því í 6 búta, fletjið út í hring sem er svipað og pizzabotn á þykkt og skerið með pizzaskera í 6 geira. -Setjið fyllingu á miðja kökuna, nær breiðari kanntinum á geiranum. Bleytið breiða kanntinn og spíssinn með vatni (ég nota bara fingurnar í þetta) og rúllið í átt að mjórri endanum. Gætið að snúa saman endunum svo að lítið af fyllingunni leki út.
-látið hornin standa á borði í 30 mínútur svo þau lyfti sér aftur. 
-Penslið yfir hornin með matarolíu og setjið flögusalt yfir þau. 
-Bakið við 200°C á blæstri í um það bil 10 mínútur eða þar til hornin verði létt brún. 


Gerið og sykur sett útí vatnið og látið freyða 

Bætt útí hveitið, olíu og salti 

Hnoðað í 5 mínútur þar til deigið er slétt og fínt 

látið lyfta sér í 40-60 mínútur

Fyllingin sett saman 

Það er mjög gott að hafa aðstoðarmann sem fylgist vel með hvort deigið sé ekki að lyfta sér 

"mamma það er alveg orðið mjög stórt" 

Deiginu skipt í 6 jafnstórar kúlur 

Flatt út á hveitistráðu borði í hring 

Skorið í 6 geira með pizzaskera, lítið af fyllingu sett á breiðari endann og vatni penslað á endann og spíssinn

rúllað saman frá breiðari enda að þeim mjórri 

Snúið upp á endana og horn mótað 

Látið lyfta sér í 30 mínútur í viðbót, penslað með olíu og salti stráð yfir. 

Enjoy :)


SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig