þriðjudagur, 30. apríl 2013

Butternut graskerssúpa með kókosmjólk

MMMmmmm

mér finnast svona þykkar og bragðmiklar súpur svo góðar ! 
Það skemmir heldur ekki fyrir að þessi súpa er ekki troðfull af rjóma og því hollari en margar aðrar! 
Það er samt nauðsynlegt að eiga einhverskonar blandara, annað hvort blandara sem maður gerir smoothie í, matvinnsluvél eða töfrasprota, allt virkar þetta jafn vel. 

Þessi súpa er í raun bara soðið butternut grasker með gulrótum í kjúklingasoði og svo allt maukað saman og volla !!! 


Ef þið hafið ekki undirbúið butternut grasker áður og vitið ekkert hvernig þið eigið að fara að og til þess að sleppa við að útskýra það hérna með einhverri langloku, þá skulið þið horfa á þetta myndband :) 


laukur hitaður í pottinum 

krydd steikt með 

já, þau festast við botninn og brúnast þar... það er bara alveg eðlilegt 

skellið niðurskorna graskerkinu og gulrótunum útí 

skellið soðinu úti 

þegar allt er orðið mjúkt og soðið, ausið heila klabbinu í blender (sjáið hvað ég var tæp á því að allt færi út um allt... úff!) Ef þetta passar ekki í eina könnu, skiptið súpunni niður

hellið svo aftur súpunni i pottinn, látið suðuna koma upp og bætið kókosmjólkinni útí 


saxið ferskan kóríander ef þið eigið til 


Uppskrift: 
-fyrir 4 sem aðalréttur

2 msk olía 
1 laukur
2 gulrætur
1 butternut grasker 
1 tsk kanill
1 tsk engifer (malaður)
1 tsk kóríander krydd
1 msk púðursykur 
1 líter kjúklingasoð eða 1 líter vatn og 1 teningur af kjúklingakjötkraft
salt og pipar 
1 dós kókosmjólk 


Aðferð: 

-Undirbúið graskerið eins og youtube videoið kennir ykkur :) Skerið það svo í teninga, tjah, svoldið stærri en venjulega teninga :) Skerið gulrótina í þykkar sneiðar 
-Steikið laukinn létt í olíunni. Bætið kryddunum útí og látið þau aðeins brúnast og ilma 
-Bætið púðursykrinum útí. 
-Látið graskerið og gulrótina útí, blandið vel saman við kryddið og laukinn og hellið svo soðinu / kjötkraftinum
-Sjóðið í 15-30 mín. Athugið hvort að graskerið og gulræturnar séu ekki örugglega vel mauksoðin áður en þið setjið þetta í blender og búið til súpuna. 
-Sjóðið upp á mixaðri blöndunni og bætið kókosmjólkinni útí, saltið og piprið.
-Skreytið með ferskum kóríander ef þið eigið og endilega bjóðið upp á brauð með :) Gróft, fínt, heitt, nýtt... þið ráðið :) 

nokkrir punktar
-Það er farið að fást á enn fleiri stöðum kjúklinga og nautasoð í fernum. Ég kaupi samt vanalega það sem fæst í Kosti enda afar gott og geymist vel í skáp þó ég noti það ekki strax.
-Butternut grasker kunna kannski ekki allir að nota en það er afskaplega gott og minnir mig stundum svoldið á sæta kartöflu þegar það er soðið. 
-Butternut grasker er harðara en þið munuð halda 
-Butternut graskert er bara ekkert dýrt ! 
-súpan geymist í viku í ísskáp. - tilvalið fyrir þá sem nenna ekki að elda oft.

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig