þriðjudagur, 22. febrúar 2011

Indverkst matarþema - uppskrift af Butter Chicken !

Jæja, þá er komið að því að útskýra aðeins hvað er hérna á myndunum :)

Fyrst sýni ég ykkur hvernig ég gerði Butter Chicken en það þarf að byrja á því að gera hann daginn áður enda þarf kjúklingurinn að marinerast yfir nótt í jógúrt-kryddleginum. 

Til að spara smá pening keypti ég kjúklinga upplæri og úrbeinaði tilblands við kjúklingabringur. Satt best að segja komu lærin betur út hvað varðar áferð og bragð og mun ég ekki reyna að gráta út pening fyrir kjúklingabringum næst þegar ég geri þennan rétt.
Það er að vísu örlítið vesen að úrbeina lærin, taka af þeim skinnið og fituhreinsa, auk þess að skera þau niðrí bita en ef tíminn er ekki vandamál þá myndi ég gera það. 

Það fyrsta sem maður hræðist í þessari uppskrift eru öll skrefin sem þarf að framkvæma en þau eru í alvöru ekki flókin eða rosaleg þegar það kemur að því að gera þetta allt. Það var í raun afskaplega gaman að leggja smá vinnu í þennan góða mat

annað sem maður hræðist eru fjöldinn af kryddtegundum sem þarf að nota í þennan rétt. 
Þessi krydd fást öll í flestum búðum (sum þó aðeins í Hagkaup eða stærri stórmörkuðum). Það var eitt "krydd" sem ég fann ekki í venjulegri búð en það var Kardimommufræ (cardamom pods) en þau fann ég í Asíska markaðnum hliðina á Nings á Suðurlandsbraut. Ef þið finnið þetta ekki þá myndi ég benda ykkur á að googla cardamom pods substitute í staðinn og sjá hvort að kardimommuduft virki ekki jafn vel í staðinn

en þá hefst fjörið
(athugið að ég gerði 2falda uppskrift fyrir 6 fullorðna. Einföld hefði kannski dugað fyrir um 5 + meðlæti)


Dagur 1:1 Bolli hreint jógúrt + sítrónusafa er blandað saman. Útí það er settur hvítlaukur (maukaður, kraminn eða rifinn á microrifjárni eins og ég gerði) + engifer sem þarf að rífa á járni (hann er alltaf töluvert trénaður annars og ekki vinsælt að fá það uppi sig í svona rétti).
Einnig er tómatmauki,  paprikukryddi, Garam masala (tilbúið krydd) og muldum kardimommum (einnig tilbúið krydd).

Nærmynd af kryddum, hvítlauk, engifer og tómat 
í einfalda uppskrift á að nota 3-4 bringur eða samsvarandi magn af annarsslags kjúklingakjöti


öllu er svo blandað samanverður fallega bleik-rautt á litinn


og svo geymt og gleymt inní ísskáp þar til daginn eftir ! 

Dagur 2:


Réttsælis frá kardimommufræjunum er :
Kardimommufræ, pipar, sykur, chilliduft, engifer, salt og paprikuduft. í miðjunni er svo kanill.
Ath... hér er ekki verið að fara að baka köku. Seriously !
já og rétturinn mun heldur ekki bragðast eins og kaka ! 

Hér hefst fjörið sem er svo framandi.
Búa þarf til nokkuð bragðsterkt, tómatkryddmauk til að blanda útí jógúrtblönduna sem útbúin var deginum áður. 

Lauk, hvítlauk og engifer er svissað aðeins á pönnu. Þarf alls ekki að brytja það smátt, enda á eftir að mauka þetta allt saman eftir smá stund. Tómatasósunni (passata - fæst í fernum í Bónus eða brytjaðir tómatar í dós sem ýtt er í gegnum sigti) er helt útá og að lokum öll þessi krydd sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan, á myndina vantar reyndar lárviðarlauf og karrý
Þetta er allt svo soðið saman í smá stund og síðan skellt í blandara og 


 víííí!!!!!!
Þegar maukið lítur svona ut í mixernum þarf að losa sig við stóra hluti og annað sem hefur ekki mixast nógu vel. Það er gert með því að skella sigti ofan á skál og þessu hægt og rólega þrýst í gegn. þetta tekur lengri tíma en ég hefði viljað... djöfull var ég orðin óþolinmóð þarna þegar hingað var komið í að kremja þessu í gegn, en þetta hafðist og það var ekki meira eftir en þetta ! :)Þá hefst samsetningin mikla. 

Smjör er brætt á pönnu og kjúklingnum í allri jógúrtmarineringunni er helt útá og hrært í þar til þetta fer að hitna vel. 

Eftirleikurinn er auðveldur eftir þetta allt saman

Kryddmaukinu sem búið var að neyða í gegnum sigtið er helt útá og rjómaskvettu skellt með og allt hitað vel og soðið þar til að kjúklingurinn er klár
Borið fram í skál og ég kaus að setja ferskan kóríander yfir en það var algerlega mín hugmynd.. (bara af því að ég elska kóríander!) 


Fáránlega skemmtilegt að elda þennan mat og rosalega gaman að fá gesti í svona framandi og bragðgóðan mat.

Það kom mér á óvart hvað rétturinn small saman þegar allt var komið á pönnuna og þurfti ekki að bragðbæta neitt eins og maður er oft að gera í rétt lokin. 

ATH að upprunanlega er kjúklingurinn grillaður í jógúrtsósunni áður en honum er blandað saman við maukið en ég kaus að nota uppskrift sem gerði það ekki. Sparar aðeins fyrirhöfnina :) 


Meðlætið var ða sjálfsögðu NaanBrauð en uppskriftina má finna hér á síðunni eða HÉR


Allt að smella saman í eldhúsinu 


Pottarnir rétt áður en allt var sett á borðSaffran Hrísgrjón Bombay Aloo 


Matarborðið 


Sticky toffee pudding Þetta blogg fjallar aðeins um Butter Chicken en hinar uppskriftirnar munu koma hér síðar. 
Ef þið eruð að skoða þessa síðu löngu eftir að þessi færsla var skrifuð þá munið þið finna þessar uppskriftir í viðeigandi flokkum vinstra megin á síðunni :)


Uppskrift :

Dagur 1: 

3-4 kjúklingabringur eða samsvarandi magn af kjuklingakjöti 

1 bolli hreint jógúrt 
1.5 tsk sítrónusafi 

1/4 tsk kardimommur (ekki dropar)
1/4 tsk Garam Masala
1/2 tsk paprikukrydd
1 tsk marinn, kraminn eða rifinn hvítlaukur
1 tsk rifinn engifer 
1 msk tómatpúrra 

- Öllu blandað saman og hellt yfir kjúklinginn
-geymt í ískáp yfir nótt 

Dagur 2:

1 stk laukur, gróft saxaður
5 hvítlaukrsif, söxuð 
3 msk matarolía
1 cm langur bútur af engifer, saxaður
1,5 bolli tómatasafi (passata)

3 lárviðarlauf 
1 tsk karrý 
1 tsk paprika (duft)
1 tsk salt
1 tsk sykur
1/4 tsk negull 
1/4 tsk kanill
1/2 tsk chilli krydd eða Cayenne pipar
pipar á hnífsoddi


-Laukur, hvítlaukur, engifer steikt saman á pönnu í 2-3 mínútur og svo tómatasafa + kryddum bætt útí og látið sjóða í smá tíma 
-Blandað í mixer þar til það virðist blandað saman +haha+
-sett í sigti og allt drasl sigtað frá 


til að setja réttinn saman

-3 kúfaðar skeiðar af smjöri bræddar á pönnu. 
-Kjúklingnum er bætt útá og hitað þar til það fer að sjóða
-Kryddmauki bætt útá + 1/4 bolla af rjóma og soðið þar til kjúklingurinn er tilbúinn


og SVONA gerið þið Butter Chicken 

auðvitað langar mig svo að heyra í ykkur ef þið leggið í tilraunaeldamennsku heima hjá ykkur :)SHARE:

10 ummæli

 1. Nafnlaus8:34 f.h.

  Rosa girnilegt!! :) Kv, Tinna

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus1:27 e.h.

  Þetta er allt ótrúlega girnilegt hjá þér - namm namm. Vignir bróðir sagði mér frá þessari síðu og ég kíki alveg reglulega!
  Bið að heilsa Viðari frænda.
  Kv. Fjóla

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus10:17 e.h.

  Hlakka til að láta þig bjóða okkur í mat í sumar :)

  kv. Árún

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus10:22 e.h.

  hæhæ

  ég þekki þig ekki neitt en rakst á þessa síðu

  frábærar uppskriftir, þú ert greinilega snillingur í eldhúsinu :)

  takk fyrir mig, kv. Jóhanna

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus8:43 e.h.

  Rakst á þessa síðu hjá þér og mér finnst hún algjör snilld, við vinkonurnar ætlum að hittast og halda indverskt kvöld og ég ætla að prufa þennan kjúkling :) Ég vildi bara spurja þig að einu ef þér er sama, það er ekki til passata tómatsafi þar sem ég bý, er einhver önnur tegund sem er svipuð helduru ?

  Takk fyrir mig, Eyrún

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það stendur hér fyrir ofan hvað skal gera

   Eyða
 6. Nafnlaus5:09 e.h.

  Mæli með að þú googlir passata substitude

  SvaraEyða
 7. Nafnlaus10:23 f.h.

  Sæl,
  Ég er að útbúa butter kjúllann. Eiga kardimommufræin að fara í sósuna á degi 2?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nafnlaus11:21 f.h.

   Já. Þau maukast svo í blandaranum og verða skilin frá þegar þú sigtar kryddsósuna.

   Gangi þér vel :)
   Kv Ragna

   Eyða
 8. Nafnlaus1:05 e.h.

  Á semsagt að setja muldar kardimommur á degi eitt og svo kardimommufræ á degi 2 líka? Ég sé að þú segir negull í uppskriftinni, en hvar setur þú hann í?

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig