föstudagur, 12. apríl 2013

Kókoskökur

Ég rölti oft Laugaveginn með Árdísi í vagninum a góðum dögum og oftar en ekki stoppa ég við á Te og Kaffi til að kaupa mér kaffi. Á mjög góðum dögum þá kaupi ég mér stóra kókosköku, sem er eins og Amerísk Súkkulaðibitakaka, ekki með neinu súkkulaði, heldur með kókos. Krispí og stökkir endar með mjúkri og seigri miðju... naaaammm!!

Ég ákvað í gær, þegar ég var að baka mínar venjulegu Amerísku súkkulaðibitakökur (þessar mjúku - uppskriftin kemur síðar) að ég myndi prufa að gera kókoskökur.

dare to say

þær eru awesome !

ég að vísu hef þær um helmingi minni en Te og Kaffi kökurnar, þær eru riiiiisa stórar.
En hvað bragðið varðar... þá eru þær mjög close (og næstum því alveg eins!)


fyrir utan hvað þær eru góðar, þá er kostur nr 2 sá að það tekur afskaplega lítinn tíma að gera kökurnar. Þær eru í kringum 10 mín í ofninum og ef allt hráefnið er til staðar, þá tekur um 10-15 mínútur að gera uppskriftina
Smjör og sykur sett í skál

þeytt saman

eggi bætt við 

þeytt aftur


þurrefnin ofaní 

þurrefnum blandað saman með sleif

tilbúið :) 

kúlur mótaðar í höndunum. Á stærð við golfbolta 


nei.. það er ekki búið að bíta í eina kökuna *hóst* 





Uppskrift:
(gerir um 18-22 kökur, fer eftir stærð)
(einn bolli eru 2.5 dl)


115 gr smjör 
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1 egg
1 1/4 bolli hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 tsk vanilluextract (eða vanilludropar)
1 1/3 bolli kókosmjöl

Aðferð:
-Þeytið saman smjör og sykur (púðursykur og sykur) í handþeytara. Bætið svo egginu við og þeytið þar til blandan hefur lýst og tekið í sig svolítið loft.
-Bætið öllum þurrefnunum + vanilluextractinu saman við með sleif þar til að þetta er vel blandað saman. Ef þið viljið, þá getið þið flýtt fyrir með því að nota hendurnar.
-Móti kúlur með höndunum, á stærð við golfkúlur og setjið á ósmurða bökunarplötu (nei engan smjörpappír heldur :) ). Passið að hafa bil á milli þar sem kökurnar renna út. Mér finnst passa ágætlega að setja ekki fleiri en 12 kökur á plötu.
-Bakið við 180°C í 10 mínútur (+/- 2 mínútur) eða þar til kökurnar eru að hluta til karamellubrúnar. Takið þær þá út og látið kólna. Þær munu falla svoldið niður, en það er í lagi :)

enjoy  ! :)



SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig