En...
Ef maður er búinn að koma sér upp þessum kryddlager einu sinni, þá mun hann vera til næstu ár og þess vegna engin spurning að kaupa sér þessi krydd og byrja að prufa :)
Ég er sjálf ekkert gríðarlega spennt fyrir réttum sem þarf að eyða 2 dögum í að gera, en eftir að hafa lesið mér til um það, þá skiptir miklu máli að kjúklingurinn marinerist í leginum í sólarhring, svo sorrý... þennan rétt þarf að byrja að undirbú deginum áður :) Það jákvæða við að byrja á að undirbúa þennan rétt deginum áður er sérstaklega snúið að mömmum með lítinn tíma eða bara fólki með lítinn tíma yfir höfuð, þar sem það er frekar lítið sem þarf að gera daginn eftir og því hægt að nota tímann í að undirbúa annað meðlæti án þess að allt sé farið í hvolf í skipulaginu.
(þetta er fullkomið í matarklúbbinn eða þegar þið fáið gesti í mat.... svoldið öðruvísi en þetta klassíska sem maður gerir vanalega, nautakjöt eða lambakjöt. Einnig má frysta þennan rétt og það er gott að eiga nokkra skammta inní frysti þegar lítill tími er til að elda)
ok... þessi er ekki hluti af hvernig eigi að gera Tikka Masala. Þetta er hins vegar svakalega þreytt Árdís Rún á leiðinni að fara að sofa þegar ég gerði kryddlöginn |
Blandið kryddunum saman við jógúrtið |
Hellið yfir kjúklinginn |
Raðið kjúklingnum uppá pinna og eldið undir grillinu í ofninum (ekki hafa áhyggjur ef þeir eru ekki alveg eldaðir í gegn þó þeir séu orðnir brúnir... þeir klárast þá að eldast í sósunni |
steikið laukinn við lágan hita í 5 mín |
bætið paprikunni útí |
bætið Garam masala útí |
Takið kjúklinginn af teinunum og blandið saman |
Hellið tómatasafa útí |
Sjóðið við 30-60 mínútur. Bætið rjómanum saman við rétt áður en lagt er á borð og hleypið suðunni upp |
Pappadums |
Naan brauð |
Uppskrift
fyrir 6
Dagur 1
Dagur 1
1 kg kjúklingakjöt, skorið í bita
8 hvítlauksrif
5 cm bútur af engifer
2 tsk salt
1 tsk svartur pipar
1 tsk Cayenne pipar (ég átti bara Chili pipar)
2 tsk Cumin
2 tsk Garam Masala
Safi úr einni lime
2 dósir af hreinni jógurt
Dagur 2
Sósa:
1 laukur
2 tsk paprika
1 tsk Garam Masala
2 msk smjör
2 dósir af tómata sósu í dós
500 ml rjómi
Auka salt ef þarf
Kóríander til að bera fram með
Aðferð:
dagur 1
-Notið 1 kg af einhverskonar kjúklingakjöti. Getið úrbeinað kjúkling sjálf, keypt kjúklingabringur eða gert eins og ég, úrbeinað kjúklingalæri. Þau eru tiltölulega ódýr miðað við bringurnar en kjötið er mjög mjúkt og bragðgott. Munið bara að taka skinnið af og snyrta kjötið vel, enda oft frekar mikil fita á lærunum. 1 kg eru ca 3 bakkar af lærum. Bitana hef ég fremur smáa en stóra. Bara svo að það se auðveldara að borða bitana. Hef þá ekki stærri en venjulegan Flúða-svepp að stærð.
-Þegar búið er að skera niður kjötið, blandið þá öllu saman sem er á listanum hér fyrir ofan. Hvítlauksrifin og engiferinn finnst mér lang best að rífa með svona Microplane rifjárni, en auðvitað notið þið gömlu og góðu hvítlaukspressuna ef þið eigið hana og saxa niður engiferinn. Þið megið samt íhuga að kippa svona rifjárni með ef þið sjáið það einhversstaðar á verslunarleiðangri. Þetta er snilld fyrir engifer, hvítlauk og parmesanost.
1 laukur
2 tsk paprika
1 tsk Garam Masala
2 msk smjör
2 dósir af tómata sósu í dós
500 ml rjómi
Auka salt ef þarf
Kóríander til að bera fram með
Veisla! |
dagur 1
-Notið 1 kg af einhverskonar kjúklingakjöti. Getið úrbeinað kjúkling sjálf, keypt kjúklingabringur eða gert eins og ég, úrbeinað kjúklingalæri. Þau eru tiltölulega ódýr miðað við bringurnar en kjötið er mjög mjúkt og bragðgott. Munið bara að taka skinnið af og snyrta kjötið vel, enda oft frekar mikil fita á lærunum. 1 kg eru ca 3 bakkar af lærum. Bitana hef ég fremur smáa en stóra. Bara svo að það se auðveldara að borða bitana. Hef þá ekki stærri en venjulegan Flúða-svepp að stærð.
-Þegar búið er að skera niður kjötið, blandið þá öllu saman sem er á listanum hér fyrir ofan. Hvítlauksrifin og engiferinn finnst mér lang best að rífa með svona Microplane rifjárni, en auðvitað notið þið gömlu og góðu hvítlaukspressuna ef þið eigið hana og saxa niður engiferinn. Þið megið samt íhuga að kippa svona rifjárni með ef þið sjáið það einhversstaðar á verslunarleiðangri. Þetta er snilld fyrir engifer, hvítlauk og parmesanost.
Blandið öllu saman í skál og hellið yfir kjúklinginn. Setjið inní ískáp og geymið þar til daginn eftir
dagur 2
-Takið kjúklinginn og þræðið hann uppá grillpinna (einnota eða fjölnota). Kveikið á grillinu á ofninum ykkar og spreyið yfir kjúklinginn með non stick spreyi (til að brúna hann betur). Raðið pinnunum á bökunarplötu og "grillið" kjúklinginn þar til hann brúnast (snúið 1-2x) (ef þið nennið, endilega skellið kjúklingnum á grillið úti... ég nennti því ekki :) ) - restina af kryddleginum hendið þið.
- Steikið á pönnu við vægan hita í smjörinu fínt saxaðan lauk í 5 mín. Steikið svo með lauknum paprikuna og Garam Masala.
-Bætið kjúklingnum saman við og hellið svo tómatasafanum útí og sjóðið við vægan hita í 30-60 mín.
-Rétt áður en þetta er lagt á borð, bætið 500 ml af rjóma við og látið sjóða smá aftur.
-Saxið niður ferskan kóríander, stráið yfir og bjóðið svo upp á auka kóríander með í skál fyrir þá sem vilja mikinn kóríander.
Meðlæti:
Hrísgrjón
Pappadums með Mango Chutney
Og ef þið hafið ekki hugmynd um hvernig þið gerið Pappadums þá er myndband hérna ;)
(ég nota samt MUN minni olíu en er sýnt og sný frekar kökunum við)
Það eru ekki allir sem kunna bestu aðferðina við að sjóða hrísgrjón. Ég læt því aðferðina fylgja með :)
(fyrir 6)
500 ml hrísgrjón
1000 ml vatn
smá salt
Setjið í pott með loki og látið sjóða í 3-4 mínútur. Slökkið undir pottinum og EKKI... já EKKI voga ykkur að opna pottinn aftur fyrr en eftir 20 mínútur. Já og EKKI taka pottinn af hellunni! :)
Svona fáið þið fullkomin hrísgrjón sem brenna ekki við og þarf ekki að hella auka vatni af.
simple as that! ;)
ENJOY ! ;)
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)