miðvikudagur, 26. júní 2013

Kaffikaka

Oh, ef þið eruð með betra nafn yfir þessa köku, þá megið þið endilega láta mig vita! "Kaffikaka" lýsir því bara ekkert hve svakalega góð þessi kaka er!


Í fyrsta lagi er þessi kaka ekki eins og neitt annað sem þið hafið smakkað... og hún er bara svo unaðslega kaffisæt! :)
Hún er næstum því eins og vanillulatté sem kaka, ef ég gæti lýst þessu einhvernveginn. Kannski ætti hún bara að heita Vanillulatté-kaka?  hmmm... endilega prufið að gera kökuna og látið mig vita!

Ég reyndar er búin að skulda þessa uppskrift í meira en ár núna.
Ég gerði hana einhverntíman þegar vinnufélagar af Slysó hittust hérna heima í Sushi og djamm og ég skellti þessari köku saman. En ég var ekki alveg nógu ánægð með hlutföllin á hinu og þessu og setti hana því ekki hérna inn.
Ég svo hef gert hana 3x síðan þá og annað hvort man ég ekki eftir að skrifa upp breytingarnar sem ég gerði áður en ég gleymi þeim eða hreinlega man ekki hvaða breytingar ég hafði gert svo að ég geri kökuna kolvitlausa einu sinni enn :)

en hér er hún ! :)

Bræða smjör

kaffiduft útí

smjörinu, vatninu og kaffinu hellt útí hveitið
psssst.... það er alveg jafn auðvelt að hella bara þurrefnunum beint úr í pottinn! 

eggi, létt súrmjólk og vanilluextract bætt við 

litli aðstoðarkokkurinn fylgist vel með ÖLLU.... og enn í náttfötunum! 

kremið sett á milli

og kremið komið ofaná! 


svo er auðvitað best að fá góðar vinkonur í heimsókn! :)

bara ef þið gætuð fengið að bragða á þessari sneið ...





Uppskrift: 
220 gr smjör
3 msk instant kaffi
1 bolli heitt vatn
2.5 bollar hveiti
1.5 bollar sykur
1/2 tsk salt
1/2 bolli léttsúrmjólk (eða súrmjólk, jafnvel hreint jógúrt ef ekkert annað er til)
2 egg
1 tsk matarsódi
2 tsk vanillu extract

Krem á milli
100 gr rjómaostur
1/2 bolli rjómi
1/2 bolli flórsykur

Krem ofan á
120 gr smjör
2 msk instant kaffi
4 msk rjómi
3-3.5 bollar flórsykur
2 tsk vanilluextract

Aðferð:
-Setjið í pott smjörið og bræðið. Bætið vatni útí og svo instant kaffinu og látið það leysast upp
-Hellið blöndunni í skál og bætið restinni af hráefnunum útí, fyrst þurrefnunum og hrærið saman og að lokum blautum efnum (Léttsúrmjólk, vanilluextrakt og eggjum) og hrærið þar til blandað.
-Ath, að ég er farin að setja allt þetta bara beint út í pottinn og spara mér því að óhreinka eina skál) 
-Helt í 2 mót og bakað við 180°C í um 20-25 mínútur eða þar til kakan er tilbúin.
-Kakan þarf að kólna alveg áður en kremin eru sett á!

Krem á milli:
-Rjómaostur, rjómi og flórsykur þeytt saman í handþeytara... Já þetta er svakalega mikill vökvi, en trúið mér, þetta þeytist upp í flott og flöffí krem...., svo þeytið bara áfram ef þetta er þunnt ! :)
-Smurt á milli botnanna.
Mér finnst flottast að láta botnana liggja með "toppana" saman. Þá færðu sem beinustu kökuna.

Krem ofaná
-Smjörið sett í pott og brætt, instant kaffi sett útí (ath, að ég hef notað gerð sem leysist hreinlega afar illa uppí smjörinu, það er kannski vissara að leysa bara kaffið upp í smá heitu vatni fyrst?)
-Rjóma bætt útí auk vanillu extracts
-Flórsykri bætt útí. Ath að þið fáið aðeins að ráða sjálf hve þunnt/þykkt kremið þið viljið hafa
-Sett yfir kökuna og látið leka niður hliðarnar, þarf aðeins að stýra því en það fer að mestu leiti sínar eigin leiðir :)

enjoy !!!! :)






SHARE:

5 ummæli

  1. Melafrúin11:19 e.h.

    Kaffidraumur !

    SvaraEyða
  2. vá mig langar svo að prófa!!!! e ég á sennilega eftir að lita út eins og asni við að spyrja en hvað er Vanilluextract?? og hvar fæ ég instant kaffi?? :)

    SvaraEyða
  3. alls ekki asnalegar spurningar :D

    Vanillluspurningin hefur komið svo oft að það er sér blogg um hana :)
    http://www.ragna.is/2010/11/vanilla-ea-vanillubrag.html

    og svo er instant kaffi, svona frostþurrkað kaffi sem fæst í öllum búðum, sett í heitt vatn og það leysist upp
    einhvernvegin svona: http://www.google.com/search?client=safari&rls=en&q=nestlé%20instant%20coffee&oe=UTF-8&um=1&ie=UTF-8&hl=en&tbm=isch&source=og&sa=N&tab=wi&ei=tfoLUoK2IpTw0gXJ1oGYCw&biw=1278&bih=680&sei=vvoLUtznM-va0QWnlYFo#imgdii=_

    njóttu! :)

    SvaraEyða
  4. Hvaða stærð á formum ertu með?

    SvaraEyða
  5. Þessa algengustu. 9" held ég að það sé.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig