sunnudagur, 27. október 2013

Pönnukökur

Já, þetta eru þessar gömlu og góðu :)
Uppskriftin er að mestu byggð á uppskriftinni að pönnukökum í bókinni hennar Helgu Sigurðardóttur, sem er alger gullnáma varðandi grunnuppskriftir að hinu og þessu :)
Pönnukökur eru alveg ótrúlega góðar, eins einfaldar og þær eru, upprúllaðar með sykri eða með rabbabarasultu og rjóma... mmm! Ég veit að þið næstum lygnið aftur augunum með mér :)

þurrefni sett í skál 

smjörið brætt á pönnunni

auðvelt að mæla 500 ml af mjólk svona :) 


eggjum bætt saman við ásamt smjöri 

deigsoppan á að vera mjög þunn!

ég vil að það komi lítil göt þegar pönnukakan fer að eldast :) 

pönnukakan losu frá brúnunum

snúið við 

ég hvolfi svo pönnukökunum á disk og strái sykur á hverja og eina 

svona geri ég rjómapönnukökur: Set rabbabarasultu á hálfa pönnukökuna

set kúfaða matskeið af rjóma 

brýt pönnukökuna yfir og geri geil með hendinni


brýt pönnukökuna aftur yfir og þá er þetta komið :) 


þessi draumadís var hins vegar ALLS ekki á því að smakka ósykraða pönnuköku... Endaði á að smjatta á banana 

Þessi uppskrift gerir pönnukökur fyrir ca 4, sé ekkert annað meðlæti með.

Uppskrift
250 gr hveiti
1/2 tsk lyftiduft
25 gr smjör
600-700 ml mjólk
2 egg
2 msk sykur
1/4 tsk salt

Aðferð
-Þurrefnum er blandað saman í skál og 500 ml af mjólkinni bætt saman við.
-2 eggjum er blandað saman við ásamt bræddu smjöri (best er að bræða það á vægum hita á pönnukökupönnunni og hella því svo útí deigið)
-Restinni af mjólkinni er hrært saman við
-Tæplega ausu af deigsoppu er hellt á pönnukökupönnuna, upp við brún öðru megin, og svo er pönnunni  hallað til og frá og hrist til þess að dreyfa pönnukökusoppunni yfir alla pönnuna. Persónulega finnst mér best að setja ríflega af soppu og hella svo umfram soppu útí skálina aftur til að nota síðar.
-Pönnukakan er svo losuð frá brúnunum og snúið við og klárað að baka hana þannig.
-Hvolfi svo pönnukökunni á disk og strái sykur yfir

punktar:
-Hér er eiginlega nauðsynlegt að verða sér úti um pönnukökupönnu... Hún þarf kannski ekki að vera þessi gamla íslenska, en einhversskonar pönnukökupanna.
-Hérna er líka eiginlega nauðsynlegt að eiga pönnukökuspaða... Svo hægt sé að ná undir alla pönnukökuna til þess að snúa henni við.
-Það er ekki víst að allir borði rjómapönnukökur, það er því um að gera að vefja upp nokkrar sykurpönnukökur :)


Ef þið eigið pönnukökupönnu þá mæli ég með að þið prufið að gera skonsurnar líka :)


Njótið
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus4:26 e.h.

    Umm, mér lýst vel á þessar, jamm jamm.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:55 e.h.

    topkek

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig