mánudagur, 9. desember 2013

Jólaös

Sæl :)

Ég skil stundum ekki hvernig ég kem mér í þær aðstæður þar sem ég hef ALLT of mikið að gera :)
Eins og staðan er núna (og hefur verið sl mánuð) þá hefur allt verið á syngjandi gangi og nokkrir hlutir hafa setið á hakanum. Eins og þetta blogg til dæmis :)

Ég er auðvitað farin að vinna á fullu á Bráðamóttökunni eins og ég gerði áður en Árdís Rún fæddist og hún er komin til dagmömmu. Ég er einnig töluvert mikið að syngja með Kór Lindakirkju og nýjasta söngviðbótin er Sönghópurinn Harmony sem ég í slagtogi við 2 aðrar gríðarlega góðar söngkonur stofnuðum.

18. desember ætlum við svo að halda tónleika í Lindakirkju sem bera nafnið Harmony í Hátíðarskapi 


Undirbúningur svona jólatónleika krefst mikils tíma og hafa mörg kvöldin farið í æfingar einnig sem við höfum verið að syngja á 1-2 stöðum í hverri viku síðustu 4 vikurnar sem jú tekur sinn tíma líka :)

Í gær söng Lindakirkjukórinn á Jólatónleikum Heru Bjarkar í Grafarvogskirkju og nk sunnudag verður haldið Aðventuhátíð í Lindakirkju þar sem kórinn verður með kraftmikla, fallega og jólalega tónleika.

Eins og þið sjáið hér fyrir ofan eru tónleikarnir okkar svo 18. desember og höfum við ákveðið að gefa allan ágóða af tónleikunum til Barnahúss, en Barnahús er stofnun þar sem tekið er á málum þeirra barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þar hljóta þau viðeigandi meðferð í sínum málum og eru mjög mörg mál sem koma inn miðað við þann fjölda sem starfar þar. Stofnuninni var nýlega blessunarlega úthlutað nýju og stærra húsnæði og því nóg sem þarf að gera og veitir ekki af smá auka aur inn í þær framkvæmdir.  

20. desember mun Kór Lindakirkju svo syngja við tónleika Regínu Óskar en nánari upplýsingar um þá tónleikar eru hér 

Það er samt öruggt að jólagjafaleikurinn mun verða eins og alltaf og verður hann tengdur við facebook síðu Ragna.is eins og síðustu 2 jól. Þið verðið því að like-a síðuna Ragna.is til þess að fylgjast með honum :) 

Njótið aðventunnar :) 

með kveðju 

Ragna Björg 





SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig