Hér eru brauðbollur sem bakaðar eru í tómatasósu.
Þær eru svo teknar úr fominu og snúið við, þannig að tómatarnir eru ofan á brauðbollunni :)
Þetta er snilld í saumaklúbbinn, vinkonuhittinginn, helgar brunchinn eða með súpu.
þegar deigið er tilbúið er það flatt út í ferhyrning og pestóinu smurt á + smá salti stráð yfir |
rifnum osti er svo stráð yfir og rúllunni rúllað upp eins og sé verið að gera snúða |
litli aðstoðarkokkurinn er alltaf jafn þolimóður |
tómatarnir settir í eldfast mót |
búið að sneiða niður "snúðinn" |
saumarnir klipnir saman og stungið undir svo að þetta verði meira eins og deigbolla |
raðað í formið og osti stráð yfir |
mmm!!!!! |
Uppskrift:
2.5 bollar hveiti
2 tsk ger
1 tsk salt
1/2 tsk nýmalaður svartur pipar
2 msk matarolía
1 bolli vatn
ca 5-6 msk pestó
1/2 dós niðursoðnir tómatar
1-2 dl rifinn ostur
Aðferð
-Brauðdeigið er gert á hefðbundinn máta. Þurrefnum blandað saman, vatni blandað við (haft ylvolgt) og hnoðað þar til deigið er slétt og gljáandi. Látið lyfta sér í 30-60 mín.
-Deigið flatt út og pestói smurt á + saltað aðeins (ath pesto er mis-salt. Athugið hvort að það þurfi salt áður en þið skelltið saltinu yfir). Stráið svo smá rifnum osti yfir
-Rúllið deiginu að ykkur og skerið í sneiðar sem eru um 2-3 cm breiðar. Brjótið eða klípið endana niður þannig að þetta verði að bollu
-helllið 1/2 dós af tómötum í dós (má vera með einhverju auka bragði ef þið viljið), raðið bollunum ofaní (ath að þær þurfa ekki endilega að snertast, þær stækka í bakstri).
Stráið osti yfir og bakið í ofni i 30-40 mínútur á 180°C
Bleika og sæta eldfasta mótið fékk ég í Litlu Garðbúðinni sem selur allt sem þarf til allrar ræktunar og er núna búin að bæta við sig sætri heimilislínu. Þið verðið eiginlega að kíkja í búðina því að sjón er sögu ríkari! :) Svo margt fallegt og búðin æðislega fallega upp röðuð!
Enjoy
Namm!
SvaraEyðaÞú ert snillingur ;)
Kveðja Áslaug desembermamma ;)