Oft langar manni til að vera með eitthvað annað en heitan brauðrétt og kökur. Þetta er góð leið til að hafa eitthvað annað. Auk þess sem að þetta er skemmtilegur og flottur réttur :)
Pinnarnir fást í IKEA. Einnig er hægt að nota venjulega pinna og klippa þá í tvennt |
Uppskrift:
Einn bakki af kjúklingalundum
1 dl BBQ sósa
2 msk ítalskt krydd (eða sitt lítið af hverju af oregano, timian, rósmarín og öðru pizza-legu kryddi)
3 tsk Season All/Lawry's
Kjúklingurinn þakinn með blöndunni og látinn standa í hálftíma á borði áður en hann er eldaður (ef enginn auka tími er til stefnu... hafið þá engar áhyggjur og skutlið þessu inní ofn ! ) :)
Eldað við 250°C í ofni í 15-20 mínútur helst í bakka með grindum til að láta kjúklinginn liggja á. Ef þið eigið ekki slíkan bakka (minn fæst í IKEA á undir 3000 kr). Setjið þá lundirnar á venjulega ofngrind og ofnplötu á hæðina fyrir neðan til þess að grípa það sem rennur af kjúklingnum.
Borið fram með hvítlauks eða gráðaostasósu
Uppskriftin af Pizzakúlunum er hér
Enjoy
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)