fimmtudagur, 19. apríl 2012

Kjúklingasalat




Það er vel við hæfi að setja inn uppskrift að sumarlegu og litríku salati á sumardaginn fyrsta. 
Ég hef átt þessa uppskrift í örugglega 10 ár, enda handskrifuð aftan á blað sem er merkt Halldórskaffi.  Að vísu er uppskriftin ekkert neitt undraverð eða sérstök, en það er gott að eiga uppskrift því að ég veit sjálf að maður getur verið hálf andlaus þegar maður ætlar að gera salat og endar á að henda hinu og þessu sem telst vera grænmeti ofan í skál og kallar það að lokum salat! :) 
Eins og þið sjáið, sumarlegt og fallegt salat 

                           



og það er ekkert verra að setja smá kjúkling út á salatið :)


hollt og fallegt? það passar vel saman








Uppskrift 
Fyrir 4-6

3-4 kjúklingabringur 
2 msk matarolía
1 hvítlauksrif
1 tsk karrý
salt og pipar 

1/2 haus jöklasalat eða önnur salatblanda 
1/4 blaðlaukur
1 rauð paprika
1 askja jarðarber
1/4 kantilópa (melóna)
1 mangóávöxtur
1/2 bolli furuhnetur 

-Kjúklingabringa skorin í strimla, látin í skál með matarolíu, hvítlauksrifi (mörðu eða rifnu), karrý og salt og pipar. Steikt á pönnu þar til tilbúið

Salat, blaðlaukur, paprika, jarðarber, mangó og melóna skorin niður og blandað saman í skál. Kjúklingnum dreift yfir salatið. Furuhneturnar er ristaðar á pönnu og settar yfir salatið
Borið fram með góðu brauði og mangósósu

Ég notaði einnig Kress-spírur sem ég hef verið að rækta hérna heima. Þær eru mjög hollar og afskaplega góðar í salat, með smá dijon sinnepsbragði fannst mér. Þær fást hér: www.litlagardbudin.is og ætti að vera á færi flestra að rækta svona heima :) 




Mangósósa: 

1 stk mangó 
1 dl appelsínusafi 
3 msk hrísgrónaedik
1/2 tsk dijon sinnep
1 tsk hunang 
1 tsk sesamolía 

Mangó skorið í bita og sett í mixer. 
(ath, að þar sem ég ákvað samdægurs að gera þetta salat um daginn, þá var mangóið ekki nægilega mjúkt til að ná sósunni alveg eins smooth og vanalega gerist. En hún bragðast eins. Ekki láta það stoppa ykkur :) )




enjoy ! :)


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig